Fullkomin vanþekking þingmanns

Þessi ágæti maður veit greinilega hvorki haus né sporð á sjávarútvegsstefnu ESB. Það munu engir Spánverjar, Frakkar, Bretar eða aðrar þjóðir fá aðgang að íslenskri lögsögu ef til aðildar kemur. Þar fyrir utan er það ekki Frökkum eða Spánverjum að kenna að fiskimiðin umhverfis Bretland séu ekki eins gjöful og menn vildu. Það eru landfræðilegar aðstæður sem þar ráða ferð og þrýstingur hagsmunaafla í Bretlandi sem hafa krafist þess að málsvarar Breta innan ESB krefjist kvóta umfram ráðgjöf vísindamanna. Hnignun fiskistofna umhverfis Bretland er því að langmestu leyti á ábyrgð Breta sjálfra. Þar fyrir utan, og til að undirstrika klárlega venþekkingu þingmannsins, þá er verið að auka þorskkvóta  í Norðursjó í samráði við vísindamenn vegna þess að stofninn er að braggast - ekki mikið en þó aðeins og nóg til þess að óhætt er talið að auka örlítið veiðar. Þessi maður veit ekkert um sjávarútveg og er froðusnakkari úr kverulantaflokki á Bretlandseyjum
mbl.is Segir ESB vilja íslensk mið en ekki skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nigel Farage er ekki þekktur fyrir að segja sannleikan. Raunar þá er hann bara þekktur fyrir það að haga sér illa á þinginu og hann hefur það markmið að láta henda sér af þinginu fyrir vonda hegðun. Flokkurinn hans er eini flokkurinn í Bretlandi sem vill að Bretland gangi úr ESB en hans flokkur, Sjálfstæðisflokkur Bretlands eins og MBL segir, er með 3% fylgi í Bretlandi og náði t.d. engum manni á Breska þingið nú síðast.

Íhaldsflokkurinn er sambærilegur við Sjálftæðisflokkinn í Bretlandi og hann er sá flokkur sem kom Bretlandi inn í ESB. Nigel Farage og hans flokkur er öfgaflokkur og rasistaflokkur.

Egill (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 11:12

2 Smámynd: A.L.F

Ó misskildi ég eitthvað 3 ára aðlögunartímann sem Noregi var boðið 72og 92??

Eftir það máttu norðmenn ekki mismuna eftir þjóðerni hverjir fengju að veiða í þeirra lögsögu.

Það er engin furða að norðmenn hafi hafnað inngöngu í ESB, því bæði átti ekki að veita þeim neina undanþágu með fiskimiðin né vaxtastefnu þeirra.

A.L.F, 2.7.2010 kl. 11:14

3 identicon

Má vera að maðurinn sé froðusnakkari, eins og þú kemst að orði, en engu að síður er rétt hjá honum að ESB er bölvuð endemis vitleysa sem ber að forðast eins og þrútna gyllinæð.

Jón Flón (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 11:17

4 Smámynd: Úlfar Hauksson

Já A.L.F. þú hefur misskilið og það mikið. Samningur Norðamanna gekk út á veiðireynslu 1989-1993 sem gerði það að verkum að sókn á Noregsmið hefði ekki breyst.

Úlfar Hauksson, 2.7.2010 kl. 11:19

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það mætti halda að þú sér nýkominn af námskeiði hjá Aðalsteini Leifssyni, sérfræðingi RÚV í sjávarútvegsstefnu  ESB.

 Af hverju gerir Samfylkingin, eða aðrir aðildarsinnar, það ekki að skilyrði að fá að halda fiskimiðunum innan núverandi íslenskrar lögsögu?

Sigurður Þórðarson, 2.7.2010 kl. 11:20

6 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

ESB-dýrkun fólks er ótrúleg!!!

Úlfar: Það eina sem þú skrifar hér er að ekki sé rétt að sambandið hafi af okkur fiskveiðiauðlindina. Ef það er satt hjá þér sem ég hef ekki trú á, þá höfum við allavega 100% yfirráð sjálf!

Auðbergur Daníel Gíslason, 2.7.2010 kl. 11:24

7 Smámynd: Úlfar Hauksson

Sigurður, á ég að segja þér eitt. Ég er bara nokkuð vel að mér í þessum málum og veit fullkomlega hvað ég er að segja.

Úlfar Hauksson, 2.7.2010 kl. 11:25

8 identicon

Hver er ástæðan fyrir slæmu ástandi sjávarútvegsins innan ESB?

Hver er ástæðan fyrir því að um 80% fisktegunda eru ofveiddar eða í útrýmingarhættu innan ESB (skv grænbók ESB um sjávarútvegsmál)?

Af hverju sjá ESB sinnar ekki nokkurn einasta galla við ESB aðild hvernig sem þeir horfa á hlutina?

Þetta er ekkert himnaríki, er það?

Við vitum það fullvel að við Íslendingar fáum aldrei að sitja ein að sjávarauðlindinni. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika er regla sem stendur til að breyta eða jafnvel fella úr gildi.

Verði það gert, hvað mun þá standa í vegi fyrir því að önnur ESB lönd fái leyfi til að veiða hér við strendur Íslands?

Þó okkur sé lofað öllu fögru í dag, hvað mun koma í veg fyrir að ESB geri sér lítið fyrir og breyti reglunum?

Hver mun heyra hjáróma rödd okkar íslendinga þá?

Við munum ekki hafa nokkurt einasta vald til að berjast gegn fyrirætlunum eða reglugerðarbreytingum ESB eftir að við erum komin inn.

Hrafna (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 11:25

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já það er því miður svona sem trippin eru rekin í háskólunum. 

 Enginn greinarmunur er gerður á Rómarsáttmálanum sem kveður á um sameininlega fiskveiðistjórn og tímabundnum undanþágum eða reglugerðum. 

Sigurður Þórðarson, 2.7.2010 kl. 11:27

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig fiskimiðin við evrópu eyddust og hverjum þar er um að kenna skiptir ekki máli fyrir okkur.

Það er hinsvegar barnaskapur að halda að við fáum að halda miðum okkar út af fyrir okkur. Hvenær hefur það skeð að samningur er bara á annann veginn, hver er svo barnalegur að halda að við getum fengið allt gott frá ESB án þess að láta neitt af hendi?

Gunnar Heiðarsson, 2.7.2010 kl. 11:27

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Úlfar, þú setur fram tvær ólíkar fullyrðingar: Þú segist vera "bara nokkuð vel að þér"  og líka að "þú vitir fullkomlega".

 Báðar þessar fullyrðingar þínar eru í órafjarlægð frá raunveruleikanum, eins og þú getur séð með því að ferðast um fáeina hafnarbæi. Þú verður að eiga það við þá sem sortera í þig lesefni. 

Sigurður Þórðarson, 2.7.2010 kl. 11:42

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Yfirstjórn Evrópusambandsins á sjávarútvegsmálum innan þess er í raun alger, sérstaklega eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans. Og Úlfar segir að sambandið beri enga ábyrgð á málinu. Og svo er það Nigel Farage sem er froðusnakkurinn. Jæja...

Það er ástæða fyrir því að Úlfar var á sínum tíma formaður Evrópusamtakanna.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.7.2010 kl. 11:46

13 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Úlfar varst þú einn af þeim sem fórst í þessa fínu boðsferð í boði ESB til að fá kennslu í þessari aðferðafræði í fréttaflutningi ?... Ég veit ekki betur en ESB sé búið að þurrausa öll þau fiskimið sem þeir hafa aðgang að..... Ég veit ekki betur en Sjávarútvegsráðherra Spánverja hafi látið það út úr sér í fyrra að hann gæti ekki beðið eftir því að komast við Íslandsstrendur til að veiða Þorskinn okkar... Hefur þú eitthvað í þínum höndum sem við hin höfum ekki séð sem styður þessa skoðun þína...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.7.2010 kl. 11:47

14 Smámynd: Úlfar Hauksson

Sigurður. Ég hef stundað rannsóknir á viðfangsefninu síðan 1999, skrifað bók um málaflokkinn og ótal greinar. Þar fyrir utan er ég sjómannssonur og og sjómaður sjálfur og hef lifað og hrærst í hringiðu sjávarútvegs allt mitt líf. Ég þekki þennan málaflokk frá öllum hliðum. Þannig er það nú bara

Úlfar Hauksson, 2.7.2010 kl. 11:50

15 identicon

Það eru félegir fuglar sem mogginn notar í áróður sinn, ömurlegt hyski sem lýgur að fólki sér til framdráttar. Málflutningur andstæðinga er með hreinum ólíkindum, þessi maður sleppir algjörlega að tala um veiðireynslu sem skiptir öllu máli í þessu sambandi. Einu stofnarnir sem þarf að semja um eru flökkustofnar eins og makríll og loðna, allan bolfisk eigum við óskiptan. Hrollvekjandi lesning um það sem gæti gerst => http://www.dv.is/blogg/svarthofdi/2010/7/1/ny-rikisstjorn/

Valsól (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:02

16 identicon

Það er nú einu sinni þannig að stjórnmálamönnum er ekki treystandi hvorki hér né í Brussel. Þessvegna má ekki gef færi á því að reglunum verði breytt með einu pennastriki í Brussel á þann hátt að allir geti veitt hérna... við VITUM að það kæmi að því

Steinn (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:03

17 identicon

Þá ættiru að geta útskýrt hvernig þú færð það út að við Íslendingar fáum eftir sem áður að sitja ein að sjávarauðlindinni.

Er það virkilega svo að við íslendingar fáum að halda yfirráðum okkar skilyrðislaust þó við göngum í ESB? og ef svo er, hversu lengi fáum við að halda yfirráðunum? Fáum við aðlögunartímabil þar sem við fáum að halda auðlindunum í X tíma og þurfum eftir það að opna miðin fyrir öðrum ESB þjóðum eða hvernig virkar þetta?

Nú hafa ráðherrar innan ESB gefið það út að þeir vilji komast í miðin okkar. Eru það þeir sem eru að misskilja eða eru það við?

Össur Skarphéðinsson hefur t.d sjálfur sagt að við "þurfum engar undanþágur".

Hvernig getur þú sannfært okkur um að við íslendingar fáum að halda yfirráðum yfir íslensku sjávarauðlindinni áfram eftir að við göngum í ESB? og þá á ég EKKI við TÍMABUNDIÐ!!

Þið ESB sinnar keppist við að fullvissa íslensku þjóðina um að það sé ekkert að óttast því að við fáum "aðlögunartímabil" eða hughreystið okkur með því að flagga reglunni um "hlutfallslegan stöðugleika". En hvað gerist þegar aðlögunartímabilinu lýkur? Hvað gerist ef reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verður breytt okkur í óhag eða hún felld úr gildi eins og til stendur?

Það þýðir ekkert að segja bara einhvern hálfsannleik til að reyna sannfæra sjálfan sig um að maður hafi rétt fyrir sér.

Hrafna (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:04

18 identicon

Við hvað eru menn hræddir, við fáum samning, tökum afstöðu til samningsins og ef það verður þriggja ára aðlögunartímabil, þá fellum við samninginn. Ömurlegt að vilja taka af þjóðinni réttinn til að sjá hvað er í boði. Þið óttist greinilega að það verði samið um þetta til frambúðar vegna sérstöðu landsins og mikilvægi auðlindarinnar fyrir afkomu þjóðarinnar.

Valsól (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:06

19 Smámynd: Úlfar Hauksson

Hrafna. Ég get til dæmis bent þér á að lesa bókina mína: Gert út frá Brussel?: íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið - sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu. Bókin  kom út hjá Háskólaútgáfunni 2002. Og þessa grein. http://stofnanir.hi.is/ams/sites/files/ams/imagefield_thumbs/lfar.pdf

Úlfar Hauksson, 2.7.2010 kl. 12:12

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi Nígel er frægur rugludallur.  Úr Breska Sjallaflokki.   Þarf að segja meir?  Held ekki.

Eins og bent er á strax í upphafi þráðar veit hann eða þekkir augljóslega hvorki haus né sporð á málefninu.  En smellpassar þar með auðvitað inní  moðhausahóp andsinna hérna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 12:15

21 identicon

Úlfar, ég hef ekki áhuga á að lesa þessa bók bara til að komast að þeirri niðurstöðu að þú veist ekkert um hvað þú ert að tala.

Þú hefur aldrei getað svarað því hvernig íslendingar fái að halda auðlindinni óáreittir nema í mesta lagi einhvern X tíma. Af hverju ættum við annars að fá varanlegar undanþágur sem standa öðrum ekki til boða?

Ein lauflétt spurning, og þar sem þú ert sérfræðingur um málefnið ættiru að geta gert þér lítið fyrir og svarað án þess að vísa í einhverja bók:

Munum við Íslendingar fá VARANLEGAR undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB eða verður einungis um TÍMABUNDNAR undanþágur eða reynslutímabil að ræða?

Hrafna (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:19

22 Smámynd: A.L.F

úlfar þær skýrslur sem ég hef lesið (bæði eftir EBS sinna og þá sem eru á móti) hefur það alltaf komið fram að þessi  3 ár áttu að vera aðlögunar tími hjá norðmönnum svo myndu reglru ESB um veiði í norskri lögsögu gilda.

Og annað Úlfar það hefur ítrekað komið fram hjá ráðamönnum innan ESB að íslandi fái ENGA sérsamninga með fiskimið okkar.

A.L.F, 2.7.2010 kl. 12:27

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þarf engar undanþágur.  Sameiginleg sjávarútvegsstefna esb smellpasar fyrir ísland.  Ekkert að því.  það er búið að fara 100.000x yfir hvernig þau mál væru.  Nefnilega:  Nánast óbreitt staða nema örlitlar formbreytingar sem væru til góðs.

Auk þess er þetta auðlindaklám orðið helv. þreytt. Væl og vol endalaust um einverja ,,auðlind okkar".  Hvaða auðlind á fólk hérna?  Hva eiga innbyggjarar bara einhverja ,,auðlind" hægri vinstri?  Og afhverju á eg ekki svoleiðis ,,auðlind"?  Hvað með jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar.  Eg hlýt að eiga rétt á svona ,,auðlind" sem næstum hver einn og einasti andsk. andsinni á hérna!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 12:33

24 identicon

ESB aftajíossarnir eru í bullandi vörn og á harða flótta, með allt bullið og lygina sem þeir hafa orðið að éta ofan í sig hverja á fætur annarri.

"ÞETTA HEFÐI ALDREI GERST HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB OG MEÐ EVRU"

Þessi stærsta og svæsnasta lygi þeirra hefur ölll verið hrakinn útí ystu myrkur og nú stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þeirra.

Enginn furða að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji ekkert með rakalausan málflutning þeirra hafa að gera og hafni því ESB algerlega og ótvírætt ! 

 Við skulum bara leyfa þeim að blaðra, því meir minnkar það litla sem eftir er af fylgi við þá !

Þeirra blaður og ESB dýrðarsöngur er löngu hættur að virka á Íslensku þjóðina !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:39

25 identicon

Leiðinlegt hvað fólk er búið að gleipa við áróðri LÍÚ sægreifanna og bændanna á ríkisspenanum sem njóta stuðnings kommúnistanna og einangrunarsinnana úr sjálfstæðisflokknum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:42

26 identicon

Gunnlaugur, þetta hefði aldrei gerst ef við hefðum verið með Evru, en það hefur verið margsinnis sannað að krónan, sem kom okkur í vandræðin, á eftir að koma okkur úr þeim aftur. En nota bene, við lentum í þessum vandræðum út af krónunni. Reyndar má rekja mörg önnur efnahagsleg og hagstjórnarvandmál á Íslandi til krónunnar, það hefur margsinnis verið sannað.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:44

27 identicon

 Hvernig ætlar þú að skapa fjármagn fyrir samfélagið þitt með því að "fá" þess "auðlind"? Og þú átt ekki þessa auðlind einn, við eigum hana öll saman. Íslenska þjóðin. Hvað varð um þjóðernisstolt okkar Íslendinga? Eigum við að fara að ganga í samband sem hugsar ekki um neitt annað en að halda öllu volli frá stofnþjóðunum og klína það á þær litlu.

Dæmi eru um það á Írlandi, þar sem löggjöf ESB er 80% af lagagerð í Írlandi. Aðeins 20% núverandi laga voru samin af "Dail" eða hvað sem þeir kalla þingið sitt ég man það ekki. Viljum við það sama hér á Íslandi? Og þarf ég ekki að benda á það að við erum TÖLUVERT minni þjóð en Írland.

P.S. HAHAHAHA, kommúnistar í sjálfstæðiflokknum. Það er ESB sem er farið að líkjast gömlu Sovétríkjunum, vilja núna fara að velja Forseta ESB, og hver er efstur á blaði? Enginn annar en Tony Blair.

Aron Ívars. (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:46

28 identicon

Úlfar þú ferð hér með rangt mál. Mig grunar að þú hafir ekki mikla þekkingu á ESB eða sjávarútvegsstefnu sambandsins. Ég hef nú kynnst því í USA að þó menn skrifi bækur þá sé það ekki merki um þekkingin á því sviði.

Sjávarútvegsstefna ESB er mörkuð í rómarsáttmálanum sem er grundvallarsáttmáli sambandsins. Hún er enn frekar ítrekuð í Lissabonsáttmálanum, eiginlegri stjórnarskrá ESB. Eina leiðin fyrir Ísland til að halda yfirráðum sínum yfir auðlindinni er að fá varanlega undanþágu frá stofnsáttmála ESB. Er það líklegt? Nei því ekkert ríki hefur fengið slíka varanlega undanþágu.

Þá er spurningin þessi hvort við getum unnið innan sjávarútvegskerfis ESB og fengið allar þær veiðiheimildir sem við höfum í dag. Svarið við þessu er líka nei. Lítum á það nánar. Sú regla sem við myndum beita fyrir okkur er regla um hlutfarslegan stöðuleika, þ.e. úthlutun byggð á veiðireynslu þjóða. Til að byrja með þá nær þessi regla ekki yfir deilistofna svo 35% af veiðum okkar í dag er farin fyrir lítið. Í öðru lagi þá er auðvelt að komast fram hjá þessari reglu með því einu að skrá skip hér á landi og fá úthlutað á þeim forsendum. Þetta er kallað kvótahopp. Bretar reyndu að koma í veg fyrir þetta en urðu að láta í minni pokann þegar þeir töpuðu dómsmáli fyrir Evrópudómstólnum en dómstólinn ítrekaði að fjórfrelsið væri meginnregla í stofnsáttmálum ESB og væri rétthærri réttarheimild en til að mynda reglan um hlutfarslegan stöðuleiki.

ESB vildi endurskoða kerfi sitt 1972 og lagði þá fram 20 ára áætlun. Ekkert varð úr endurskoðuninni og aftur 1992 var lögð fram 20 ára áætlun og ekkert hefur enn orðið úr henni. Í Grænbókinni, skýrslu ESB um sín sjávarútvegsmál er fjallað um hrun stofna á ESB hafinu. Nú eru yfir 80% stofna ofveiddir, er það bara Bretum sjálfum að kenna eða stefnunni í heild. Nú bið ég skynsamlegt fólk að leggja sjálft mat á það. Þá má minna fólk á að sjómenn í Frakklandi, á Spáni, í Portúgal og víðar í esb eru mjög sterkur og hávær þrýstihópur sem hefur alls ekki hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Stjórnmálamenn óttast háværa þrýsti hópa og röd Íslands mun ekki heyrast vel í eyru þeirra póltíkusa sem eiga sína framtíð fyrir sér í atkvæðum sjómanna á meginlandinu.

Við inngöngu í ESB færist Efnahagslögsugan í 12 mílur aftur því allt milli 12 til 200 mílna verður undir stjórn ESB, auðlindir bæði undir og yfir sjávarbotni.

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:47

29 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér finnst gaman og stendur í senn stuggur af fólki eins og Hröfnu sem er á móti og vill ekki kynna sér þau g0ögn sem þó eru í boði til þess að geta skoðað hlutina í réttu ljósi..  Þetta er íslenska aðferðin

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 12:51

30 identicon

Aron, við förum nú ekkert sérstaklega við með auðlyndirnar okkar. Tökum fiskin sem dæmi, 70 mannseskur sem eiga 70% af kvótanum, búin að versla með hann sín á milli til að geta blásið út verðið á þessum kvóta og veðsetja, þessar 70 manneskjur nota svo peningana til að spila á hlutabréfamörkuðum, fara með fiskin út og láta vinnan þar. Afleiðingin er að sú hagsbót sem fiskurinn á að vera fyrir íslenska þjóð rennur í vasan á 70 manneskum og restin til útlanda.

Skiptir einhverju máli hvort að Íslendingar sói og spilli auðlyndum landins eða hvort að útlendingar geri það?

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:54

31 identicon

Svona satt að segja þá treysti ég útlendingum betur, miðað við hvernig kvótakóngar eru búnir að spila með okkur.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:54

32 identicon

Og okkur finnst ekki gaman að vera leidd í blindni inn í Evrópusambandið án þess að fá allar staðreyndir á blaði. Og ekki að fá að kjósa um það. Það er íslenska aðferðin, að gefa skít í þá sem eru að tala á móti.

Aron Ívars. (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:56

33 Smámynd: Óskar Þorkelsson

margt til í því sem Bjöggi segir hér

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 12:56

34 identicon

Bjöggi ekki tala um okkur sem viljum ekkí ESB sem einangrunnarsinna. Ísland er með fleirri fríverslunarsamninga en ESB sem falla allir niður við inngöngu.

Ísland er með fríverslunarsamninga við: 27 ríki ESB í gegnum EES, Perú, Saudi Arabiu, Oman, Kuwait, Qatar, Bhrain, Colombiu, Færeyjar, Tyrkland, Túnis, Suður Afríkum Swaziland, Namibiu, Lesotho, Botswana, Singapore, Mexíkó, Moroco, Macedoniu, Suður Kóreu, Jórdaníu, Palestínu, Ísrael, Egyptaland, Króatíu, Chile, Úkraínu og Kanda.

Í vinnslu eru samningar við: Algeríu, Hong Kong, Tæland, Indland, Albaníu, Úruguay, Mongólíu Paraguay, Braselíu, Serbíu, Rússland, Idonesíu, Argentínu, Kína og Japan

ESB er með fríverslunarsamninga við Ísland, Noreg, Swiss, Liktenstæn, Tyrkland, Balkanskagan og Haiti.

Hver einangrunnarsinnar spyr ég?

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:59

35 identicon

Óskar, ég hef mikinn áhuga á efninu en ég hef enga löngun til að lesa þessa tilteknu bók þar sem útséð er að sá sem hana ritaði hefur ekki mikið vit á efninu sbr málflutning hans. Hann getur engum spurningum svarað en lýsir þess í stað yfir að hann viti fullkomlega allt um málið.

Ég þykist viss um að þú létir ekki bjóða þér hvaða ESB andáróðursrit sem er. Hver er þá munurinn á þér og mér?

Hrafna (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:03

36 Smámynd: Óskar Þorkelsson

leshoto ?  Botswana.. swasiland.. hallo... er ekki kominn tími til að koma niður karlinn ?

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 13:05

37 identicon

Mæli með að kvótavælarar lesi og horfi á þetta:

http://svinabakan.blog.is/blog/svinabakan/entry/1063860/

http://www.youtube.com/watch?v=AdO-3iyL-6Y

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:05

38 identicon

Landið, ég var að tala um sjálfstæðislfokkinn sem er búin að halda á lofti mjög einstrengisnglegri einangrunarstefnu í aljóðasamskiptum í langan tíma. Gott dæmi um það er að við áttum enga vini í bankahruninu og þar voru utanríkispólitíkusar (lesist með kaldhæðini) eins og Geir haarde í fararbroddi.

Svo þykir engum neitt mál að gera fríverslunarsamaning við Ísland, sérstaklega löndum sem eru, stærri, langt í burtu og eiga í litlum viðskiptum við Ísland.

Við eigum helst í viðskiptum við ESB lönd og þau munu vera okkar helstu viðskiptalönd um ókomna tíð og það er ekkrt að fara breyta því. Við erum næst evrópu landfræðilega og menningarlega. VIð eigum aldrei eftir að eiga í jafn miklum viðskiptum við lönd í Asíu og við gerum við Evrópu, þannig að fríverslun við Evrópu er mikið mikilvægari fyrir okkur en fríverslun við önnur lönd í heiminum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:07

39 identicon

Óskar hvaða fordómar eru þetta gagnvart litlum ríkjum í Afríku? Eru vörur frá þeim óæðri vörum frá ESB? Af hverju tekurðu þessar þjóðir sértaklega út? Hvað með allar hinar? Dæmigerðir fordómar í fólki gegn frjálsri verslun. Við erum að gera fátæku fólki miklu meiri greiða með því að kaupa vörurnar þeirra en að sitja innan tollamúra ESB og henda í Afríku einstaka hjálpargögnum.

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:10

40 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hver á fiskinn í sjónum innan landhelgi Íslands í dag? Ekki er það íslenska þjóðin?

Sumarliði Einar Daðason, 2.7.2010 kl. 13:13

41 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvaða vörur ertu annars að tala um frá þessum afríkulöndum Landið ?

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 13:14

42 identicon

Sovétríkin voru okkar helstu viðskiptaaðilar hér á árum áður. Varst þú þá tilbúinn að ganga í USSR til að auka enn frkar á viðskipti við þá?

Það er kjánalegt að halda því fram að mikil verslun við ríki í dag muni verða það á morgun líka. Innan ESB falla niður allir fríverslunarsamningar sem við höfum gert og við göngum inn í þá sem ESB hefur en þeir samningar eru færri og ekki sniðnir að okkar þörfum.

Ef þú vilt frjálsa verslun þá áttu að segja Já við umheiminn og nei við ESB. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að versla við Evrópu og gerum það á grunndvelli EES og jafnvel getum við gert ítarlegri verslunarsamninga við sambandið en við eigum líka að vera viðbúin að versla við önnur lönd og taka allri verslun fagnadi hvort sem hún kemur úr svörtustu Afríku eða frumskógum Suðuar Ameríku.

EES samningurinn tryggir okkur aðganga að mörkuðum ESB, til hvers að ganga inn í sambandið og tapa öllu örðu þegar við getum haft hvoru tveggja viðskipti við umheiminn og ESB. Þá má minni þig á að Indland, Kína, Braselía og Indónesía eru framtíðar markaðir enda mikil uppsveifla og hagvöxtur á þessum svæðum.

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:17

43 identicon

Óskar þú ert eins og haftastefnumennirnir sem sögðu hvað hefur þjóðin við útlendan varninga að gera? Í hvað ætlar fólk að nota útlendar vörur? Eins og það væru komin góð rök ef menn heðfi ekki svar á reiðu í hvað mátti nota slíkan varning.

Málið er ég veit það ekki Óskar en af hverju að loka á möguleikan að geta átt við þessi ríki viðskipti?

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:20

44 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú veist það semsagt ekki landið :)

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 13:21

45 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://en.wikipedia.org/wiki/Swaziland

athyglisverð lesning um framtíðar viðskiptaland íslands.. 

enn athyglisverðari lesning um Leshoto

http://en.wikipedia.org/wiki/Lesotho

http://en.wikipedia.org/wiki/Botswana

Botswana kemur sterkt inn.. mikið af demöntum þar.

æi ég held að ég vilji heldur frá tollabandalag við þær þjóðir sem við eigum 80 % af okkar viðskiptum við

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 13:26

46 identicon

Hvaða rugl er þetta Sumarliði?

Sjávarafurðir er önnur helsta útflutningsvara okkar Íslendinga. Ertu að segja að við almenningur njótum einskis af þeim tekjum sem sjávarútvegurinn skilar?

Ætlaru að halda því fram að þjóðin hagnist ekki á sjávarútveginum af því að kvótinn er í einkaeigu?

Það væri jafn heimskulegt að halda því fram að allar tekjur af ferðamannaiðnaðinum skiluðu sér ekki til þjóðarinnar því flest fyrirtækin í ferðaiðnaðinum eru í einkaeigu.

er þá ekki skömminni skárra að þessi fyrirtæki séu í eigu íslendinga sem rúlla peningunum áfram innan íslenska hagkerfisins heldur en útlendinga sem sigla með gróðann úr landi og velta honum inn í önnur hagkerfi?

Hrafna (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:27

47 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er þá ekki skömminni skárra að þessi fyrirtæki séu í eigu íslendinga sem rúlla peningunum áfram innan íslenska hagkerfisins heldur en útlendinga sem sigla með gróðann úr landi og velta honum inn í önnur hagkerfi?

umm íslenskir útgerðarmenn gera einmitt þetta Hrafna.. 

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 13:30

48 identicon

Já Óskar þarna ertu alveg búinn að negla okkur sem viljum frjálsa verslun. Nú er bara að skríða aftur inn í moldarkofan, taka upp merkantílisman aftur og lifa á suðakindinni.

Þetta snýst ekki um að skoða bara kalt hvað við erum að selja til ákveðinna landa í dag heldur varðveita möguleikan á að geta átt viðskipt við þessi lönd á morgun.

Eitt gott dæmi. Noregur sem er fyrir utan ESB hefur lagt undir sig markið fyrir lax í sambandinu. Þetta gerðu þeir með því að nýta sér fríverslunarsamning við Chile og byggja þar upp fiskeldisstöðvar og selja inn á markaði í ESB. Skotar sem eru í ESB eru að tapa sínum markaði og geta ekki nýtt sér það frelsi sem Noregur hefur. EF þú hefðir spurt einhvern norsara fyrir 10 árum hvað þeir græddu á samning við Chile hefði hann svarað að lítið væri að græða á þeim samninga en í dag er þetta gullnáma.

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:31

49 identicon

Við erum ekki að fara selja mikið af vörum til Kína, Braselíu eða Indónesíu nokkurtíman, allra síst fisk, okkar helstu útflutningsvöru. Það er ódýrara og einfaldara að flytja fisk og aðrar vörur til ESB og þar er líklegast að við fáum hæsta verðið fyrir þessar vörur. Við eigum einungis eftir að flytja inn vörur, í litlu magni, frá þessum löndum sem þú telur upp.

Ágætis áróðurstenglar frá LÍÚ sem þú bentir á. Flest sem kemur fram er rétt en það er skautað fram hjá mikilvægum staðreyndum eins og hvernig sægreifar hafa veðsett kvótann og aðeins lítill hluti fjármagnsins farið í fjárfestingar innan sjávarútvegsins, hvernig kvótakerfið er búið að rústa landsbyggðinni og hvernig innganga í ESB gæti hreynlega gagnast sjávarútveginum og að það er ekki lífsnauðsinlegt sjávarútveginum að þessar 70 manneskjur eigi 70% af kvótanum og geti sett sig upp á móti því að aðrir íslenigar geti veitt fisk í kringum landið nema með þeirra leyfi, svona eins og í lénskerfi evrópu á miðöldum. Gæti talið upp nokkra aðra hluti en þeir eru of flóknir til að fara nákvæmlega út í þá á blogginu.

BJöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:31

50 identicon

Við eigum 65 prósnet viðskipt við lönd í ESB ekki 80 prósent. Fólk er gjarnt á því að telja viðskipti við EFTA ríkin með.

En hvað með Kína, Indland, Braselíu, Argentínu, Kanada, Japan o.fl. af hverju nefnirðu þau ekki? Nú eða Rússland.

Þú ert að nota þér hentistefnurök og tína til lítil Afríkuríki því annað hentar ekki. Ef þú vilt versla við ESB ríki þá er það líka hægt í dag við erum aðilar að EES og þar með aðganga að innirmarkaðnum svo hvað er vandamálið?

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:34

51 identicon

Úlfar sannar það enn einu sinni, eins og margir aðrir, að það þarf greinilega ekkert greindarvísitölupróf til að vera esb-rolla.

Tilgangslaust að reyna rökræður við svona lið. Það er svo langt út á túni að það er hreint ótrúlegt.

Sem betur fer eru þeir í miklum minnihluta þjóðarinnar. Ekki að þeir vilji horfast í augu við það, nei, það skal frekjast áfram með sjálfsupphafninguna að vopni.

palli (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:35

52 identicon

Gera einmitt hvað, Óskar? Sigla með allan gróðann úr landi?

Útskýrðu það endilega nánar.

Hrafna (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:38

53 identicon

Bjöggi það er með ólíkindum að þú skulir tala um alla sem eru þér ekki sammála sem áróður frá LÍÚ. Ræddu þessi mál bara á málefnalegum forsendum og tælaðu þau rök sem koma.

Ég ef unnið við útflutning lílega lengur en þú Bjöggi og komið að t.d. útflutningsráði Íslands í NY. Hæstu verð sem við fáum fyrir vörur eru þær sem seljast til USA. Eigum við þá ekki að ganga í USA? Við verslum mikið með fisk til Kína, erum að taka þátt í mikill uppbyggingu jarðvarmavikjanna þar og með Japönum. Þessi rök að við verlum allt við ESB og eru úrelt og gamaldags. Við njótum líka EES. Vitið þið ekki hvað EES er? EES veiti okkur aðgang að mörkuðum ESB. Til hvers að fórna öllu örðu fyrir lítið sem ekkert umfram EES?????????

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:39

54 identicon

Landið, þú hefur eitthvað misfarið þig í þessum fríverslunarsamningum ESB, ESB er með fríverslunarsamninga og tvíhliða viðskiptasamninga við stóran hluta af heiminum, þar með talið Chile.

Tekið af heimasíðu ESB

The EU-Chile Free Trade Agreement foresees that both parties will further liberalise trade in agricultural goods and services in the future. Both parties are interested in improving market access for their products and services. Discussions on the protection of Geographical Indications will also be important part of the further deepening of the FTA.

Það er listi yfir lönd sem ESB á viðskiptasamninga við, fríverslunar og tvíhliða samninga, sýnist í fljótu bragði ESB vera með miklu betri alþjóða viðskiptatengsl en Ísland.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:40

55 identicon

Nei Bjöggi ekki rugla saman viðskiptasamningum og fríverslunarsamningum. Öll vestræn ríki þar með talið ESB hafa verslunarsamninga við flest ríki en ekki fríverslunarsamninga.

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:43

56 identicon

Það varst þú sem komst fram með rökin um fríverslun við önnur ríki sem stuðning fyrir því að ganga ekki í ESB, ég benti á móti að fríverslun við ESB er okkur mikilvægari og fríverslun við önnur ríki kemur aldrei í staðin. Ekki reyna að snúa þessu fríverslunardæmi upp á mig.

BJöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:43

57 identicon

Free trade agreeent, er það ekki fríverslunarsamningur?

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:44

58 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Úlfar þú þekkir ekki bara málið frá öllu hliðum heldur hefur sem sagt rannsakað og skrifað bók.  Eru þá stækkunarstóri ESB og spænski sjávarútvegsráðherrann bar einhverjir gasprarar?

Sigurður Þórðarson, 2.7.2010 kl. 13:44

59 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Mongólía.. hér eru sko möguleikar Landið.. ef við værum stór í nþámuvinnslu.. og hefðum einhver viðskipti við þetta land..

http://en.wikipedia.org/wiki/Mongolia

En Paraguay ?  næst fátækasta ríki SAmeríku sem aðalútflutningurinn er nautakjöt.. hvað ætli bændur segi við því sem eru svo á móti ESB ?

http://en.wikipedia.org/wiki/Paraguay

varðandi palestínu þá er það ekki land á meðan verið er að bomba það af örðu landi sem þú nefnir israel.. sem er á lista flestra siðmenntaðra þjóðasem stríðsglæpaþjóð og er í boykott nær allstaðar nema hjá USA og einstaka einræðisríkjum.. 

jordanía ?  http://en.wikipedia.org/wiki/Jordan

þeir eru með fríverslunarsamning við ESB .. en ef við erum ekki að fara að gerast stórir í olíukaupum og úraníumkaupum þá er lítið upp úr viðskiptum við þetta merkilega land að hafa.

Namibiía líkt o swaziland, leshoto og botswana eru nær algerlega háð SAfríku efnahagslega..

http://en.wikipedia.org/wiki/Namibia

En Landið er sennilega með mikla drauma um að ísland verði demantasali norðursins.. Kannski Dorrit geti aðstoðað við þessa drauma ? 

varðandi restina af löndunum sem þu nefnir Landið, þa verslum við við þau ef þurfa þykir.. 

Thailand er td land sem hefur viðskipti við hvern sem er án nokkura sérsamninga

 je je boltinn að byrja og svona..

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 13:44

60 Smámynd: Úlfar Hauksson

Nú hafa ýmsir sett  inn ath semd við þessa færslu mína. Ég ætla svosem ekki að skipta mér mikið meira af þessari umræðu. Þó verð ég að koma inn á eitt. Því er haldið fram hér af LANDIÐ ofl reyndar að ég hafi nú líklega ekkert vit á sjávarútvegsstefnunni yfir höfuð.

Þeim til upplýsingar þá er ég 44 ára og fór fyrst til sjós 7 ára gamall með pabba á Súlunni EA og var heimagangur þar í nokkur ár. Sumarið 83, þá 16 ára, fór ég sem háseti á Sléttbak EA og réði mig síðan á Harðbak EA um haustið. Ég hef stundað sjómennsku meira eða minna síðan þá sem aðalstarf, starf með námi og sem hlutastarf með öðrum störfum og er núna fastur afleysingavélstjóri á Sólbaki EA. Ég hef verið á færeyskum og þýskum togurum og kynnst ýmsu í þessum bransa. Ég fór í Háskólann fljótlega eftir að ég kláraði vélskólann og þar lærði ég gagnrýna hugsun. Eftir HÍ tók ég MA gráðu í evrópskum stjórnsýslufræðum við kaþólska háskólann í LEUVEN í Belgíu. Lokaritgerð mín fjallaði um sjávarútvegsstefnuna, aðildarsamning Noregs og hugsanlega aðild Íslands. Prófdómari ritgerðarinnar var þáverandi samningamaður framkvæmdastjórnar ESB í sjávarútvegsmálum. Ég hef síðan kennt Evrópumál í HÍ. Móðurafi minn var bóndi að Möðruvöllum í Hörgárdal og bakgrunnur minn ætti því að skila algjörum ESB andstæðingi. Mín gagnrýna hugsun leiddi  mig hins vegar að annari niðurstöðu. Mér er annt um íslenskan sjávarútveg og landbúnað og íslenskt samfélag yfir höfuð og hef komist að þeirri niðurstöðu, eftir velígrundaða skoðun, að framtíð okkar er best tryggð innan ESB. Ef eihver hérna á þessu spjalli getur sýnt fram á að andstaða sín við ESB aðild sé byggð á jafnstyrkum stoðum og mín skoðun þá auglýsi ég eftir viðkomandi   

Úlfar Hauksson, 2.7.2010 kl. 13:46

61 identicon

Fór fyrir þennan lista, mörg ríkin eru með FTA sum með viðskiptasamninga, sum með tollasamninga, sum með viljayfirlýsingar og sum með bilattreral trade agreements?

Síðast þegar ég vissi eru Free trade agreements (FTA) fríverlunarsamningar og ESB er til dæmis með einn við Chile.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:47

62 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Þótt við fáum að halda yfirráðum yfir meirihluta fiskimála miðað við núverandi lagagerð ESB þá er engin trygging til staðar fyrir því að sömu lög verða í gildi í náinni framtíð nema við fáum varanlega undanþágu í aðildarsamningi.  Það er búið að segja að við fáum engar varanlegar undanþágur svo allar staðhæfingar um að það sé öruggt að við höldum fiskinum okkar við inngöngu í ESB er rökleysa.

Jóhannes H. Laxdal, 2.7.2010 kl. 13:56

63 identicon

Hefur einhver kynnt sér Lisbon samninginn? Sú staðreynd er líka að það er bannað að gefa út samninginn í útdrætti eða útskýringar á "addendum" samningsins.

Já, og letrið var gert minna til að spara blaðsíðu tal, og í leiðinni erfiðara að lesa hann. Og svo er ómögulegt að komast að einhverju án þess að hafa allar reglugerðir á hreinu eða á blaði fyrir framan sig.

Í stuttu máli, og þetta kemur frá fyrirlestrum frá fyrrum evrópuþingmönnum frá Írlandi og Danmörku, það er verið að drepa lýðræði innan Evrópu. Forsetisráðherrar þjóðanna eru einu sem fá eitthvað vald, og þá helst hjá stórþjóðunum sem halda um mesta mannsfjölda, sem velja forsetan, án kosninga.

Aron Ívars. (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:58

64 identicon

Fólk gleimir líka að við fáum líka aðgang að auðlyndum annara ESB þjóða, með okkar þekkingu og reynslu í sjávarútvegsmálum þá gætum við náð ákveðnu samkeppnisforskoti. Sjávarútvegurinn færi þá í útrás, það er útrás sem mér líst miklu betur á en útrás banka og verslunarmanna.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:58

65 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Úlfar ef að þetta er það besta sem að þú getur fært fram máli þínu til stuðnings þá er ekki fyrir miklu að fara...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.7.2010 kl. 14:00

66 identicon

Bjöggi þetta er bilateral-samnignur sem EU kýs að kalla fríverslunarsamning. EF þú vilt beita sömu skilgrieningu og EU á bilateral-samninga þá er Ísland í gegnum EFTA með fríveslunarsamninga við öll ríki í heiminum nema N-Kóreu og Kúbu.

Ég fór með sendinefnd EFTA þegar þessi samningur var gerður milli ESB og Chile og þarna er enginn fríverslunarsamningur á ferð. Það er verið að beita nákvæmlega sömu brellu og sambandið gerir í öllum málum. Þeir skilgreina fátækt á sem hlutfall af jöfnuði til að minnka fátækt í ESB. Þeir skilgreindu viðskiptasamninga lengi sem fríverslunarsamninga þar til USA gerði við það athugasemd og átti við EU deilur í WTO í 8 ár.

Staðreyndin er bara sú að ESB hefur vill ekki gera annað en viðskiptasamninga. Ég skal viðurkenna að samningurinn við Chile er víðtækari en margir viðskiptasamnignar en hann er ekki fríverslunarsamningur fyrir fimmaura.

Kynntu þér samninga ESB og berðu þá saman við okkar hjá EFTA. http://ec.europa.eu/trade/creating-opportunities/bilateral-relations/

http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/chile.aspx

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:05

67 identicon

ÉG held að fólk ætti að kíkja inn á síðuna hennar Ingibjargar til að sjá hvernig alvöru ESB andstæðingar hugsa, fullir af fortíðarþrá og þjóernisstolti.

Tekið af bloggi Ingibjargar:

Af Forfeðrum okkar erum við komin í öll þessi þægindi sem við búum við í dag Sjálfstæð, Fullvalda, með okkar eigin Gjaldmiðil, með 200 mílna lögsögu sem er okkar.. og var um einhug og baráttu vilja að ræða í þessum aðgerðum hjá Forfeðrum okkar sem urðu við að öðlast þetta allt og var þetta allt gert með það í huga að við afkomendur þeirra gætum haft það sem allra best inn í ókomna framtíð þar að ræða sem að hjálpaði forfeðrum okkar áfram í sinni barráttu fyrir því að við erum komin þangað sem við erum komin í dag. Hvers óskum við afkomendum okkar...

Bíddu ef að þetta eru rökin fyrir því að ganga ekki í ESB þá re ekki fyrir miklu að fara.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:05

68 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er að mínu mati dapurlegur vitnisburður um háskólasamfélagið að þar skuli þrífast  hópur manna, svokallaðra sérfræðinga, sem kasta fram órökstuddum fullyrðum sem ganga gegn almennri þekkingu.   

Sigurður Þórðarson, 2.7.2010 kl. 14:09

69 identicon

Úlfar ég er lögmaður, ég hef starfað hjá útflutningsráði, hjá EFTA, við greiningur á Lissabonsáttmálanum fyrir EFTA. Ég er með LLM gráðu í hafrétti. Ég var eitt sinn fylgjandi aðild Íslands að ESB en er það ekki í dag. - Það hafa allir sinn bakgrunn. Þinn gerir skoðun þína ekki réttari.

Það er lítið að sækja í útrás þar sem 80 prósent stofna ESB eru ofveiddir í dag. Þá eru Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í mikilli útrárs og reka og eiga útgerðir um allan heim m.a. í Evrópu. Er ekki nær að halda okkar hér fyrir okkur sjálf, þetta er sjálfsaflarfé þjóðarinnar og notæfra svo þekkingu okkar í að vinna á annar staðar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af spænskum ryksugutogurum í Kollafirðinu.

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:10

70 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Eitt gott dæmi. Noregur sem er fyrir utan ESB hefur lagt undir sig markið fyrir lax í sambandinu. Þetta gerðu þeir með því að nýta sér fríverslunarsamning við Chile og byggja þar upp fiskeldisstöðvar og selja inn á markaði í ESB. Skotar sem eru í ESB eru að tapa sínum markaði og geta ekki nýtt sér það frelsi sem Noregur hefur. EF þú hefðir spurt einhvern norsara fyrir 10 árum hvað þeir græddu á samning við Chile hefði hann svarað að lítið væri að græða á þeim samninga en í dag er þetta gullnáma.

Umm.. noregur er stórveldi á sviði laxeldis.. ástæða þess að skotland hafa tapað markaðshlutdeild er einmitt noregur.. ekki bara hafa norðmenn komið með miklu betri gæði heldur hafa þeirr gert sér lítið fyrir og keypt upp skoskan laxeldisiðnað í stórum stíl til þess að vernda eigin framleiðslu..

Sama gildir um chile, þar vaða norðmenn uppi með styrki og fjármagn, sér og sínum til framdráttar.. 

Islendingar með sinn kotbúskap og handónýtt efnahagskerfi og enn ónýtari laxeldi á ekki séns í nojarana ! 

Frjáls verslun er leyfileg innan ESB og að versla við þessi lönd sem þú nefnir er lítið mál ef vikomandi land hefur eitthvað að bjóða sem bíður upp á viðskipti við ísland. 

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 14:11

71 identicon

Landið, núna finnst mér þú bara vera snúa út úr. Fríverslunarsamningur eru fríverlsunarsamningur sakvæmt alþjóðlegum skilgreiningum. Samningur Chile og ESB er fríverslunarsamningur. Ísland og Noregur eru með fríverslunarsamning við Chile í gegnum EFTA, sá samningur er samskonar og samingur ESB við Chile, enda verið að tala um sama hlutin undir öðru nafni.

ríverslunarsamningar EFTA við lönd utan ESB

Á vegum EFTA hafa verið gerðir fríverslunarsamningar við fjölda ríkja. Þessir samningar veita íslenskum útflytjendum tollfrjálsan aðgang að mörkuðum í viðkomandi löndum. Um þessar mundir eru í gildi fríverslunarsamningar á vegum EFTA við eftirtalin lönd:

Chile

Egyptaland

Ísrael

Jórdaníu

Kanada

Króatíu

Líbanon

Makedóníu

Marokkó

Mexíkó

Palestínu (PLO)

Singapúr

S- Kóreu

Tollabandalag Suður-Afríkuríkja (SACU)

Túnis

Tyrkland

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:12

72 identicon

Það er nú langt í frá Bjöggi að allir séu sammála um það hvað teljist til fríverslunarsamninga. Margir viðskiptasamningar eru mjög opnir og mörg ríki vilja túlka þá sem fríverslunarsamningar en það hefur hvroki EFTA né NAFT viljað gera. Þeir samningar sem þú ert að vitna í eru já réttilega samningar sem við höfum í gegnum EFTA og falla niður við inngöngu í ESB. Takk fyrir að styrkja minn málsstað. Það vantar reyndar inn í þennan lista Úkraínu en við lukum þeim samningi núna fyrir skömmu og búið að skrifa undir, svo til hamingju með það Ísland.

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:19

73 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað visðskipti eigum við við úkraínu ? ég meina samningar eru góðir og allt það.. en eru einhver viðskipti ?  ef ekki þá er þetta bara bla bla bla

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 14:21

74 Smámynd: Tryggvi Thayer

Landið - þú ert að tala um tvíhliða fríverslunarsamninga, sem er svolítið gamaldags hugsun. ESB stundar tollfrjálsa verslun við mun fleiri ríki heldur en Ísland. ESB hefur samið við, eða er að semja við, allar helstu fríverslunarblokkir í heiminum (t.d. ASEAN, CCCM, AFTZ, o.s.frv.). Sem dæmi: Í dag eru um 95% útflutninga frá Afríkuríkjum til ESB tollfrjálsar.

Tryggvi Thayer, 2.7.2010 kl. 14:21

75 identicon

Núna heldur þú áfram að snúa út úr, samningar EFTA og Chila og svo ESB og Chile eru samskonar, en ef þú ert með einhverja aðra skilgreiningar en umheimurinn á fríverslunarsamningum þá er ekkert skrítið að þú sért á þessari skoðun.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:22

76 identicon

ESB er með betri verslunarsamninga við umheimin en Ísland, sættu þig við það!!!

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:23

77 identicon

Óskar hvaða fyrirtæki hafa norðmenn keypt til að ýta út samkeppni í Skotlandi? Þú getur keypt inn vörur frá ríkjum utan ESB það er rétt en þarft að greiða af þeim tolla.

Hugsaðu þetta núna rökrétt. Við erum í EES og erum með fjöldan allan af fríverslunarsamningum bæði sjálf og í gegnum EFTA. Af hverju að ganga í ESB sem veitir okkur fátt umfram EES en kostar gífurlegar fórnir á t.d. löggjafarvaldi, framkvæmdarvaldi, dómsvaldi, niðurfellingu fríverslunarsamninga og töpuðum auðlindum?

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:24

78 Smámynd: Úlfar Hauksson

Landið, það ert þú, sem kemur fram undir dulnefni, sem ert í hroka að væna mig og aðra um að hafa lítið sem ekkert vit á málefninu. Getur þú nefnt eitt dæmi í sögu ESB þar sem gengið hefur verið fram og grafið markvisst undan efnahag viðkomandi ríkis? Ég þori já að fullyrða að sjávarútvegi og landbúnaði yrði borgið innan ESB. Ég ætla hins vegar ekki að fara ofan í saumana á því hér en bendi aftur á bókina mína og þessa grein hérna sem er tiltölulega stutt og færð eru rök fyrir þessari skoðun minni: http://stofnanir.hi.is/ams/sites/files/ams/imagefield_thumbs/lfar.pdf Hafðu svo manndóm í þér að koma fram undir nafni 

Úlfar Hauksson, 2.7.2010 kl. 14:24

79 identicon

Úlfar, Ágætis ferilskrá. En hún er engin sönnun þess að þú sért alvitur um málið. Þú hefur þínar skoðanir og hefur fullan rétt á því, en þú hefur ekki getað svo mikið sem svarað EINNI spurningu sem beint hefur verið til þín. Það eina sem þú gerir er að telja upp ágæti þitt og starfsreynslu því til sönnunar að þú hljótir að hafa rétt fyrir þér.

Ég hef miklar áhyggjur af afdrifum íslensku sjávarauðlindarinnar innan ESB og þrátt fyrir að þið ESB sinnar hafið hamast við að róa fólk eins og mig með því að segja að ekkert muni breytast nema til batnaðar, við munum halda yfirráðum yfir auðlindinni eftir sem áður og að reglan um hlutfallslegan stöðugleika muni tryggja það.

EN, þegar lengra er grafið eftir svörum þá virðist þið ekki hafa nein rök nema á yfirborðinu.

En þar sem þú ert nú sjálskipaður sérfræðingur um efnið þá ættir þú amk að geta svarað þeim spurningum sem að þér hefur verið beint.

Hrafna (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:29

80 identicon

Ok, Landið, mér finnst hvorki löggjafavaldið né framkvæmdarvaldið á Íslandi hafa staðið sig, hluti ástæðunnar tel ég smæð og einangrun frá umheiminum (einungis 10 ár síðan Ísland byrjaði að alþjóðavæðast að ráði). Íslenskt dómsvald er spillt og ónýtt vegna þess kunningasamfélags sem við búum í, verslunarsamninga er ég búin að ræða og auðlyndirnar.

Svo gleimist alltaf í umræðunni að benda á það sem við hugsamlega gætum grætt á inngöngu, eins og færa sjávarútveginn nær helstu mörkuðum, auka verðmæti útfluttningsvöru, lækka vöruverð, auka á efnahagslegan stöðuleika osfrv.

Annars for the record er ég ekki búin að gera mig upp um hvort ég vilji alla leið inn í ESB, mér finnst umræðan bara einstrengisgsleg, full af áróðri á móti aðild sem á ekki við nein rök að styðjast og það er ráðist á ómaklegan hátt gegn þeim sem tala ekki gegn ESB. Fyrir utan það að mér finnst LÍÚ og bændur stjórna umræðunni of mikið, þetta eru ekki einu hagsmunahóparnir í landinu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:32

81 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar hvaða fyrirtæki hafa norðmenn keypt til að ýta út samkeppni í Skotlandi? 

http://forargyll.com/2009/11/scottish-tax-payers-pay-into-norwegian-owned-fish-farm-profits/

Investigations into the shot seal incident, reported by a family of four holidaying on the west coast and covered by ForArgyll, has revealed some interesting facts. One of which is that every tax payer in Argyll, indeed Scotland, is actually helping to boost fish farm profits – that’s fish farms owned predominantly by Norwegian Companies.

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 14:33

82 Smámynd: Óskar Þorkelsson

je je

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 14:33

83 identicon

Ég vann við gerð fríverslunarsamnings EFTA við Chile og á sama tíma var ESB að semja við Chile. Ekki reyna að ljúga því að mér að þetta sé sambærilegir samnignar. ESB samningurinn er með endalausar undantekningar og töflur yfir vöruflokka.

Tryggvi: ESB studnar ekki tollfrjálsa verslun við fleirri ríki en Ísland. Viðskpit ESB eru víðtækari en okkar og á sumum sviðum hefur sambandið verið duglegt að gera viðskiptasamninga sérstaklega á útflutningi á bílum og stáli, Bandaríkjunum til mikils ama. Fríverslunarsamningar eru ekki gamaldags, þeir eru opnir og miklu handhægari fyrir alla. Viðskiptasamningar eru oft bara sniðnir að ákveðnum fyrirtækjum og vörum þeirra.

ESB er í samstarfi við WTO og EFTA líka að fella niður tolla á 12 fátækustu ríki Afríku. Vandinn er sá að þessi ríki uppfylla ekki það gífurlega miklu vörustaðla sem settir eru innan ESB. Þá hafa einstök Afríkuríki fengið að flytja inn takmarkað magn (kvóti) á landbúnaðarvörum.

Það er allt saman gott og blessað enda er ég talskona frjálsra viðskipta. Það hins vegar mín reynsla af ESB að sambandið er mjög tregt að opna fyrir vörur inn í sambandið. Nýlega gengur þeir frá samningaborðinu við Japan og það var fyrir milligöngu okkar í EFTA að þær viðræður munu halda áfram, því Ísland græðir á því að ESB hafi sem flesta fríverslunarsamningar og þar ríki hagsæld. Hins vegar eigum við ekkert erindi þangað inn frekar en að gerast hluti af USA.

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:34

84 identicon

Bjöggi það vilja allir lækka vöruverð og fá efnahagslegan stöðugleika en af hverju heldur þú að hann fáist við að ganga í ESB?

Grikkland, Portúgal, Spán, Eistland, Lettland, Litháen, Írland, Búlgarí, Ítalía o.fl. lönd hafa ekki fengið þennan stöðuleiki.

Ísland þarf að taka á mörgum málum, t.d. eigum við að fella niður tolla einhliða og láta skattgreiðendur í evrópu niðurgreiða þannig innfluttar landbúnaðavörur. Það myndi lækka matvælaverð. Við þurfum að sýna mikla hörku í ríkisfjármálum og draga úr eyðslu. Við eigum að keppast við að uppfylla skilyrðin sem sett eru til að fá evruna því þau eru góð og þá verður krónan stöðug. Við eigum líka að afnema lögeyri og vera opið og frjálst land.

En hver hefur sína skoðun ég er mjög litið af vinnunni minni og opnu og alþjóðlegu hagkerfi sem ég vil að Íslandi keppist við að vinna að.

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:41

85 identicon

Ég ætla að segja þetta gott í bili. það var áhugavert að spjalla við ykkur strákar.

Landið (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:42

86 Smámynd: Úlfar Hauksson

Hrafn, ég bendi þér á greinina sem ég linkaði inn hér að ofan. Stutt og þægileg. Hún svara þínum spurningum.

Annars ætla ég út með börnin mín. Þetta var skemmtilegt spjall, misskemmtilegt eins og gengur:)

Eigið þið góða helgi

Úlfar Hauksson, 2.7.2010 kl. 14:42

87 identicon

Það eru ótrúlegir gasprarar sem taka þátt í þessari umræðu (bæði með og á móti ESB) og eru með skítkast og dónaskap.

Þegar tveir aðilar eru með algerlega andstæða framtíðarsýn en eru báðir fullvissir um að þeir hafi rétt fyrir sér er klárt mál að annar eða báðir hafi rangt fyrir sér.

Þar sem það er ómögulegt að skera út um í þessu máli hvor hafi rétt fyrir sér tel ég langeðlilegast að leyfa samninganefndinni að klára að semja við Evrópusambandið og leggja niðurstöðuna fyrir dóm kjósenda.

Afhverju eru sumir svo mótfallnir þessu? Jú vissulega kostar samningaferlið peninga en það leiðir amk til niðurstöðu já eða nei og þá geta menn hætt að karpa í viðtengingarhætti.

Ormur (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:43

88 identicon

Ég sé til dæmis möguleikan á því að innleiða betri stjórnsýslu, sem ég tel Ísland algjörlega ófært upp á sínar eigin spítur, vegna smæðar sem leiðir af sér kunningasamfélag og spillingu.

Góð stjórnsýsla held ég að sé helsti grundvöllur efnahagslegs stöðuleika, við værum líka aðilar af stærra efnahagskerfi og hefðum ákveðin stuðninga þaðan. Ég sé líka ákveðna kosti að losa okkur við krónuna eða binda hana að einhverju leiti við stærri gjaldmiðil. Fátt sem fer verra með Íslenkt efnahagslíf en eylífar og öfgafullar gengissveiflur.

Ég veit að ekkert af þessu kemur sjálfkrafa með inngöngu í ESB en ég tel meiri möguleika að sjá þá gerast með inngöngu. Það má ekki líta á ESB sem töfralaust, ég trúi ekki á töfralausnir en ég sé marg gott við ESB.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:49

89 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Landið, þú veist  ekkert hvað þú ert að tala um.  Ef þú hefur verið í starfi hjá efta - hefurðu sennilega strax verið rekin vegna ruglumbulls sem frá þér kom.

Meina, hverng er hægt að taka mann alvarlega þar sem umræða er um fráleita speki bresks sjallaþingmanns - og þá kemur ,fyrrverandi starfsmaður efta" og fer að tala um spænska ryksugutogara í kollafirði" ef ísland gerist aðili að sambandi fullvalda lýðræðisríkja evrópu.

Bara bull sem frá þér kemur og farðu með það yfir til heimsýn og þvældu þessa steypu  þína yfir þeim.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 14:49

90 identicon

Bjöggi, og spilling innan ESB þekkist ekki eða???? Döhhh

Ormur, Þetta gæluverkefni samfylkingarinnar mun kosta okkur amk MILLJARÐ, bara til að fá það staðfest að við fáum enga sérsamninga eða undanþágur. Til hvers að borga fyrir það sem við vitum nú þegar?

Samfylkingin er að þröngva okkur Íslendingum niður þröngan stíg. Þegar ESB er búið að ljúka sér af með okkur þá verður orðið ansi erfitt fyrir okkur að segja nei. Þar fyrir utan eru engar samningaviðræður í gangi, heldur UMSÓKNARFERLI. Við erum búin að sækja um og það þýðir að nú förum við á fullt í undirbúning að inngöngu. Við erum ekkert að fara spjalla yfir kaffibolla um það hvað verður í boði og hvað ekki. Þökkum svo pent og förum heim. Ef þetta væri svona einfalt þá hefði ég ekki áhyggjur. En ESB er ekki þekkt fyrir að gefast upp. Þeir munu dæla peningum í áróður og gera allt sem þeir geta til að lokka Íslendinga inn í hamingjuríkið sitt. Þar fyrir utan verður hin væntanlega þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að sambandinu ekki bindandi þökk sé núverandi ríkisstjórn.

Vertu ekki svona einfaldur að halda að við séum bara að kíkja inn fyrir þröskuldinn bara til að sjá hvað er í boði. Þessu var stillt upp þannig til að plata fólk til að samþykkja þessa "vegferð" Samfylkingarinnar. Þannig náðu þeir sakleysingjunum með sér í ferðina.

Hrafna (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 15:00

91 identicon

Þið eruð s.s. að reyna að telja okkur trú að þið vitið meira um stefnur ESB heldur en maður sem situr á þinginu þeirra?

 Er hann ekki að hlusta á allar umræður? Ræðandi við aðra þingmenn?

 Þessi þingmaður hefur verið undir miklu skítkasti því að hann er gegn Lisbon samningnum og hvernig hann er að útrýma lýðræði innan sambandsins.

http://www.youtube.com/watch?v=tsVZ4VepQdg

Aron Ívars. (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 15:05

92 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hrafna, ESB er búið að bjóða íslendingum fjárhagsaðstoð við samningana ;) svoþessi milljarður er kannski orðum aukin.. eða hvað ?

Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 15:20

93 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ég er búinn að vera að glugga í þessa grein sem þú skrifaðir Úlfar,  þar segir þú sjálfur að engar varanlegar undanþágur voru veittar til Noregs. Bara tímabundnar undanþágur og svo vilyrði fyrir óbreyttu ástandi útaf sögulegri veiðireynslu og að þeir fengu að segja sitt við ákvarðanir ESB í fiskveiðimálum. 

 Það er óraunhæft að bera saman á einhvern hátt fiskveiðar hjá Íslendingum og Möltu. Í samanburði við aðrar fiskveiðiþjóðir þá eru Maltverjar einfaldlega ekki að veiða neitt af fiski, undir 100 þusund tonn (við erum með ~1.6 Milljón tonn),  samkvæmt þeim tölum sem ég fann um fiskveiði hjá Möltu þá eru heildarvirði aflans þeirra um 10-15 Milljón US$. Til samanburðar við Ísland sem hann er 700-800 Milljón US$ ef eitthvað er að marka Hagstofuna.

 Þú segir sjálfur í þessu blaði þínu að það sé "ekki raunhæft að gera ráð fyrir að Íslendingar gætu staðið utan við jávarútvegsstefnu ESB til frambúðar" og því er allt tal um að hag okkar í fiskveiði málum sé borgið innan ESB bara útúrsnúningur í ljósi þess að við fáum engar varanlegar undanþágur og heil 0.5% atkvæðavægi við ákvarðanir sjávarútvegsstefnu ESB í framtíðinni miðað við Lisbon, þar sem breytingar í Lisbon gera ráð fyrir því að Evrópuþingið verði áhrifavaldurinn varðandi fiskveiðistefnu ESB sem er ólíkt núverandi fyrirkomulagi.

Jóhannes H. Laxdal, 2.7.2010 kl. 15:21

94 identicon

uhh NEI Óskar. Niðurstaðan er amk Milljarður, varlega áætlað. Þá er búið að taka styrkina inn í dæmið.

Hrafna (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 15:36

95 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

og þetta er rétt hjá Hrafna,  múturnar frá ESB eru með því smáaletri að þær megi ekki nota til að borga allan kostnaðinn.  Var talað um eitthvað hlutfall sem við þurfum að borga sjálf í öllum kostnaðarliðum, man ekki hvort það var 15 eða 25%.

Jóhannes H. Laxdal, 2.7.2010 kl. 15:55

96 identicon

Þetta er ekki undanþága hjá möltu heldur sérregla sem gildir milli 12 til 25 mílna hjá þeim um að einungis bátar í ákveðinni stærð og gerð meiga veiða þar. Heildarafli á þessu svæði er um 800 til 1200 tonn á ári. Allir meiga veiða þarna ef þeir uppfylla skilyrðin um stærð og gerð báta.

Slík sérregla með Ísland er ekki raunhæf. Nú er hins vegar hafið aðlögunarferli án þess að þjóðin hafi verið spurð álits á því. Auðvitað á að draga umsóknina til baka og leyfa fólki að kjósa um það hvort það vill sækja um eða ekki.

Minni líka menn á að það á enginn höfundarétt á lögum og Ísland hefur oft tekið upp lög frá öðrum ríkjum þ.e. litið til þess sem aðrir gera vel t.d. til norðurlanda. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum sjálf upp lög annara og stjórnsýslu sem virkar.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 16:13

97 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er að ísl. sumir hafa hvorki hunds né kattarvit á því hvað sjávarútv.stefna esb er.  þeir eru búnir að búa sér til einhvern heim í sínum hugarfarslega torfkofa og tala út frá þeim hrófatiltursheimi.  Á milli þess sem þeir þeysa um á hreindýrum fram og til baka rammvilltir í þoku uppá heiði. 

99% af því sem kemur frásvokölluðum andsinnum - er bara bull.  Einhverjar fabúleringar um tröll og forynjur sem þeir sáu á hreindýraþeysireiðnni í þokunni uppá heiði.

Sjávarútv.st. esb smellpassar fyrir ísl.  þarf engar ,,undanþágur" sérstaklega.  Við aðild breytist ekkert.  Nema örlítilar formbreytingar sem engi skipta.  Svo sem að ákv. um afla er tekin í þessu húsinu en ekki hinu.  Allt og sumt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 16:35

98 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Fyrir þá sem óttast Lisbon sáttmálann, þá ætla ég að benda viðkomandi á þá staðreynd að sá sáttmáli tók gildi þann 1 Desember 2009. Ekkert af spádómum andstæðinga ESB hefur ræst í kjölfarið á gildistöku þess sáttmála.

Annars vaða andstæðingar ESB hérna uppi með hefðbundina þvælu og hræðsluboðskap.

Vilhjálmur, Þetta er undanþága sem Malta er með. Þetta er ekki "sérregla". Malta er nú með fleiri undanþágur sem skipta þá máli, svo sem undanþágu sem heimilar Mötlu að viðhalda banni við skilnuðum og fleira í þeim dúr. Malta fékk eitthvað í kringum sjötíuogtvær undanþágur, bæði skammtíma og varanlegar undanþágur frá meginreglum ESB. Þetta nær til allra aðildarríkja ESB, þó er hver undanþága sérsniðin að hverju ríki fyrir sig.

í Danmörku er t.d bann við því að útlendingar geti keypt sumarhús í Danmörku. Sjá nánar hérna. Ég tek fram að þetta eru seinnitíma undanþágur, ekki aðildarsamningsundanþágur, sem er þó alveg það sama. Þar sem að aðildarsáttmálar og sáttmálar ESB eru jafnháir lagalega séð innan ESB.

Jón Frímann Jónsson, 2.7.2010 kl. 16:39

99 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Úlfar. Bara eitt mikilvægt atriði varðandi ESB-aðild. Þá öðlast allir þegnar ESB, þ.á.m  útgerðarauðvaldið þar, FULLT FRELSI til að fjárfesta í íslenzkum útgerðum.
Og þar með kvóta þeirra. Og þar með er ESB-útgerðarauðvaldið komið bakdýramegin inn í íslenzka fiskveiðilögsögu. Í raun galopnast íslenzk fiskimið
fyrir erlendu útgerðarauðvaldi ESB. Glæsilegt eða hitt þá heldur. Svo er barnalegt
að tala um Möltu í þessu sambandi. Einn íslenzkur togara gæti veitt allan Möltukvótann á einu ári. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 17:20

100 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðmundur, Útlendingar geta núna keypt upp að 20% í íslenskum útgerðum. Þannig að það eina sem mundi breytast væri í raun þessi prósentutala.

Ég hef þó ekki heimild fyrir þessari tölu í fljótu bragði, því ber að taka þessari tölu hjá mér með smá fyrirvara. Hinsvegar mun ég reyna að koma með heimild fyrir þessu eins fljótt og ég get.

Jón Frímann Jónsson, 2.7.2010 kl. 17:36

101 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Frímann. Ekki kenna mér prósentúreikning verandi bókhaldari yfir 30 ár.
Sá sem getur keypt yfir 50% í einhverju RÆÐUR YFIR ÞVÍ! Málið er einfalt.
Íslenzk fiskimið GALOPNAST við inngöngu í ESB með 100% frjálsum fjárfestingum
í  íslenzkum útgerðum. Og það sem meira er. UM SLÍKT VERÐUR EKKERT SAMIÐ,
ekki fremur en um NEITT ANNAÐ, því þarna er um 100% aðlögun að ræða að ESB
göngum við þarna inn. Samningarviðræður eru blekkingar í því ljósi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 19:20

102 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Fyrir þá sem ekki vita þá eru kvóti okkar íslendinga þegar í eigu útlendinga. Í vísa í Guðmund hér að ofan til stuðnings sem ég á við. Sá sem á meira en 51% í einhverju - ræður því 100%. Hitt eru bara áhangendur eins hrúðurkarlar á skipi.

Það eru í flestum tilfellum skuldsett hlutafélög sem eiga mestan kvóta hér á landi. Í sumum tilfellum er eigið fé aðeins 5-15% og restin í höndum lánadrottna. Lánadrottnarnir eru meira eða minna erlendir. Þessir erlendu aðilar ráða ferðinni. Þeir hagnast á þessu kvótakerfi.

Ef einhver hér að ofan heldur að það séu íslendingar sem eiga kvótann þá vil ég endilega hvetja hann að benda á slíkt.

Sumarliði Einar Daðason, 2.7.2010 kl. 20:33

103 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sumarliði enn ein rangfærslan. Ef útgerð fer í þrot ber erl. lánadrottna að selja
viðkomandi kvóta til ÍSLENZK LÖGAÐILA innan árs. Kvótinn kemst í dag ALDREI
í eigu erl. lánadrottna skv. lögum, en það GALOPNAST á allt slíkt gangi Ísland í ESB. Á þessu er G R U N D V A L L A R M U N U R

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 20:51

104 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kvóti getur aldrei verið í umsýslu erlends lánadrottnar skv ísl. lögum. Kvóti
gjaldþrotar útgerðar verður ætíð að vera í eigu ÍSLENZKRAR útgerðar í meirihlutaeig Íslendinga. Í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 21:16

105 Smámynd: Árni Þór Þorgeirsson

Burt séð frá öllum merkingalausum smámunamálum, þá ef maður horfir á heildar mynd ESB og hvernig það er til komið þá er besta lýsingin fyrir ESB að mínu mati, eitt stærsta Fasisma batterí sem við höfum horft uppá síðan nasistaflokkurinn var við völd í Þýskalandi, eini munirinn þar á að nú er farið að beita pólitík og Divide et impera taktík að hætti Rómverja til að fá fólk til að gera það sem það vill bæði innan og utan þess. Þetta samband var ekki hannað með lýðræði né hagsmuni almennings að leiðarljósi og hefur alldrei og mun alldrei vera í þágu almennings sama hverju fólk kýs að trúa.

Árni Þór Þorgeirsson, 2.7.2010 kl. 22:03

106 identicon

Jón Frímann það meiga allir veiða á 12 til 25 mílun við möltu ef þeir uppfylla almenn skilyrði. Þetta er því ekki undanþága heldur sérregla. Hvaða undanþágur fékk Malta frá stofnsáttmálum ESB? Það er undanþágur sem brjóta á m.a. á fjórfrelsinu?

Þá legg ég til að fólk lesi Lissabonsáttmálan til að átta sig á því hvað innganga hefur í för með sér. Hér er áhugaverður kafli:

1. When the Treaties confer on the Union exclusive competence

in a specific area, only the Union may legislate

and adopt legally binding acts, the Member States

being able to do so themselves only if so empowered

by the Union or for the implementation of

Union acts.

2. When the Treaties confer on the Union a competence

shared with the Member States in a specific area,

the Union and the Member States may legislate and

adopt legally binding acts in that area. The Member

States shall exercise their competence to the extent

that the Union has not exercised its competence. The

Member States shall again exercise their competence

to the extent that the Union has decided to cease

exercising its competence.

3. The Member States shall coordinate their economic

and employment policies within arrangements as

determined by the Treaties, which the Union shall

have competence to provide.

4. The Union shall have competence, in accordance with

the provisions of the Treaty on European Union, to

define and implement a common foreign and security

policy, including the progressive framing of a

common defence policy.

5. In certain areas and under the conditions laid down

in the Treaties, the Union shall have competence to

carry out actions to support, coordinate or supplement

the actions of the Member States, without thereby

superseding their competence in these areas.

Legally binding acts of the Union adopted on the

basis of the provisions of the Treaties relating to

these areas shall not entail harmonisation of Member

States' laws or regulations.

6. The scope of and arrangements for exercising the

Union's competences shall be determined by the provisions

of the Treaties relating to each area.

Article 3

1. The Union shall have exclusive competence in the

following areas:

(a) customs Union;

(b) the establishing of the competition rules necessary

for the functioning of the internal market;

(c) monetary policy for the Member States whose

currency is the euro;

(d) the conservation of marine biological resources

under the common fisheries policy;

(e) common commercial policy.

2. The Union shall also have exclusive competence for

the conclusion of an international agreement when

its conclusion is provided for in a legislative act of

the Union or is necessary to enable the Union to exercise

its internal competence, or insofar as its conclusion

may affect common rules or alter their scope.

Article 4

1. The Union shall share competence with the Member

States where the Treaties confer on it a competence

which does not relate to the areas referred to

in Articles 3 and 6.

2. Shared competence between the Union and the Member

States applies in the following principal areas:

(a) internal market;

(b) social policy, for the aspects defined in this Treaty;

(c) economic, social and territorial cohesion;

(d) agriculture and fisheries, excluding the conservation

of marine biological resources;

(e) environment;

(f) consumer protection;

(g) transport;

(h) trans-European networks;

(i) energy;

(j) area of freedom, security and justice;

(k) common safety concerns in public health matters,

for the aspects defined in this Treaty.

3. In the areas of research, technological development

and space, the Union shall have competence to carry

out activities, in particular to define and implement

programmes; however, the exercise of that competence

shall not result in Member States being prevented

from exercising theirs.

4. In the areas of development cooperation and humanitarian

aid, the Union shall have competence to

carry out activities and conduct a common policy;

however, the exercise of that competence shall not

result in Member States being prevented from exercising

theirs.

Article 5

1. The Member States shall coordinate their economic

policies within the Union. To this end, the Council

shall adopt measures, in particular broad guidelines

for these policies. Specific provisions shall apply to

those Member States whose currency is the euro.

2. The Union shall take measures to ensure coordination

of the employment policies of the Member States,

in particular by defining guidelines for these policies.

3. The Union may take initiatives to ensure coordination

of Member States' social policies.

Article 6

The Union shall have competence to carry out actions

to support, coordinate or supplement the actions of the

Member States. The areas of such action shall, at European

level, be:

(a) protection and improvement of human health;

(b) industry;

(c) culture;

(d) tourism;

(e) education, youth, sport and vocational training;

(f) civil protection;

(g) administrative cooperation.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 01:17

107 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Guðmundur, samkvæmt hvaða íslenskum lögum? Það eru engin lög sem banna erlendum aðilum að eiga íslenskan kvóta nema að nafninu til sem og í ræðum stjórnmálamanna.

Það eru bara til lög um að það þurfi að vera íslensk kennitala á eyðublaðinu. Sú íslenska kennitala getur svo verið í eigu vogunarsjóðs sem er í eigu einkafyrirtækis sem síðan erlendur aðili á. Þú ert búinn að vinna í bókhaldi það lengi að þú hlýtur að vera búinn að átta þig á að þetta er allt saman skrípaleikur.

Copy&paste dæmið hans Vilhjálms er ekki neitt sem við þurfum að gangast við. Ef eitthvað er, þá verðu það kostur fyrir ESB að læra af harðneskju okkar íslendinga og semja við okkur í gegnum alvöru fólk hér á landi. Þeir í Brussel vita alveg að þeir sem eru fyrir sunnan Zurich í breiddargráðu eru mun óskilvirkari í framleiðslu heldur en þeir sem eru fyrir norðan.

Sumarliði Einar Daðason, 3.7.2010 kl. 02:22

108 identicon

Sæll Sumarliði

Eru þetta virkilega einu rökin sem þú getur komið með þ.e. "er ekki neitt sem við þurfum að gangast við"

Bretar fengu ekki undanþágu frá þessu en þú ert fullviss um að Íslendingar fá hana án nokkurs vafa. Við m.ö.o. göngum inn og höldum öllum okkar auðlindum, þurfum ekki að taka upp nein lög frá ESB og getum undanskilið okkur stofnsáttmálum þeirra þó svo að engin þjóð hafi getað það hingað til.

Þetta kallast í besta falli óskhyggja hjá þér Sumarliði. Það er öllu skynsömu fólki ljóst að Ísland missir alla ákvörðunartöku á helstu málaflokkum sem skipta máli. Það þarf ekki að gera annað en að lesa Lissabonsáttmálann til að átta sig á því. Ég hef nú þegar vitnað í ákvæði úr honum. Hvar eru þínar heimildir, ó já þú hefur engar.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 11:18

109 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er mikill missklningur í gangi varðandi CFP.  Td. halda einhverjir sjallaguttar (guttar sem rústuðu landi hérna í fyrradag heð óreiðu sinni og óvitahætti og pjúra heimsku) að það sé þannig að allir megi bara veiða allstaðar!  Þekkingin er nú ekki meiri en það.

Varðandi Möltu sérstaklega, þá til þess að öðlast minnsta grunnskilning á því dæmi, þarf fyrst að skilja að fiskerí þar er með allt öðrum hætti en hér á Íslandi.  Sko, það er ekkert allur heimurinn bara alveg eins.  Nei nei, hvert svæði hefur sína sérstöðu etc.  M.a. sjórinn.

Eg skal útskýra fyrir fólk hvernig þetta virkar hjá möltu ef þess er óskað og að því skilyrði uppfylltu - að menn vilji læra!  Það er oft átakanlegur skortur á lærdómsvilja hjá ísl. sumum.

Ennfremur varðandi CFP, þá verður að líta á þróun þess og og ferli í sögulegu samhengi.  Fólk veit að það var ekkert alltaf 200 mílna efnahagslögsaga eða? 

Í dag eru allt aðrar aðstæður en voru fyrr á tímum og orsakast það af margskonar þróun.  Bættri tækni .s.frv.

Að til skuli vera 1 sjallabjálfi sem heldur að í evrópu ,,veiði menn bara hips um haps" os.frv. - jafn aðgangur etc. sýnir bara hve fáfræði og óvitaháttur sjalla er á alvarlegu stigi.  Og í framhaldi geta menn betur áttað sig á hversvegna þeir rústuðu landinu hérna í fyrradag.  Það var aðallega útaf skynsemisskorti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2010 kl. 12:50

110 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ÓBK neglir þetta :)

Óskar Þorkelsson, 3.7.2010 kl. 14:53

111 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Útskýrið hvernig þetta virkar hjá Möltu, vinsamlega.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 3.7.2010 kl. 15:39

112 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rökræða um trúarbrögð hefur aldrei leitt til niðurstöðu svo langt sem ég man.

Skilaboðin frá ESB eru skýr; við fáum engar undanþágur (nema kannski tímabundið).

Öllum má vera ljóst að fiskimið okkar eru eftirsóknarverð auðlind og okkur lífsnauðsyn.

Samþjöppun aflaheimilda er að þróast og með hverju ári fækkar svonefndum eigendum kvótans. Öllum má vera ljóst að ekki nema hluti stærstu eigenda útgerða bera hag sinna sveitarfélaga fyrir brjósti. Flestir eru reiðubúnir til að selja fái þeir ásættanlegt verð og nógir munu verða til að kaupa ef við göngum í ESB.

Ég spái því að ef við göngum þessa ógæfubraut til enda þá munu sannast orð Einars Þveræings er hann mælti forðum á þingi þegar það erindi kom frá Noregskonungi að hann vildi gjarnan þiggja Grímsey að gjöf frá Íslendingum.

Og að lokum: Frá hvaða nauðum erum við að flýja inn í þennan frumskóg?

"Hvað er í boði?" Mér hugnast alls ekki að vera settur á uppboð af misvitrum pólitíkusum. 

Árni Gunnarsson, 3.7.2010 kl. 16:40

113 identicon

Málflutningur ESB sinna á dálítið á þá leið að þeir byrja að fullyrða um hluti. Síðan bendir þeim einhver á hvernig sömu hlutir raunverulega virka. Þá kalla þeir alla fávita sem ekki eru þeim sammála og tala um þekkingaleysi. Einhverjum dettur þá í hug að kannski væri bara best að setja inn t.d. texta úr Lissabonsáttmálanum því það getur jú enginn neitað því. En allt kemur fyrir ekki ESB sinnar láta eins og Lissabonsáttmálinn sé ekkert mál, við fáum nefnilega undanþágur frá öllu sem við viljum því við erum Íslendingar. Árni Gunnarsson hitti því naglan á höfuðið þegar hann segir að rökræða um trúarbrögð hafi aldrei leitt til niðurstöðu.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 19:32

114 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Það er athyglisvert að lesa ofangreint. Rannsóknum, athugunum og rökrænum fullyrðingum er kastað út í ystu myrkur þegar niðurstöður samræmast ekki TRÚ viðkomandi pistlahöfundar. Ennfremur kemur við sögu einhver sem ekki ÞORIR að koma fram undi réttu nafni en heldur fram alskonar frægðarverkum og embættisframa sem útilokað er að taka trúanlegan þega ritað er undir dulnefni. Hér á ég að sjálfsögðu við þá persónu sem kallar sig LANDIÐ. Ég held að viðkomandi ætti heldur að kalla sig LANDINN, en sá görótti drykkur verður oft til þess að fólk fer að stæra sig yfir hlutum sem það hefur engin efni á og jafnvel ljúga um eiginn frama. Vilji LANDIÐ að tekið sé mark á henni/honum þá ragmana ég viðkomandi að segja til nafns.

Tómas H Sveinsson, 3.7.2010 kl. 22:06

115 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þingmaðurinn breski er auðvitað þjakaður af vanþekkingu.

Hið sanna hlýtur að vera að ESB vilji greiða skuldir okkar, en ekki fá miðin.

Og það eru heldur engin tengsl á milli ESB-umsóknarinnar og IceSave.

Gengistrygging er örugglega lögleg líka og dómur hæstiréttar bara "djók".

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2010 kl. 12:05

116 identicon

Ég er óákveðinn ennþá um hvort rétt sé að ganga í ESB. Ég vill sjá þann samning sem Íslandi býðst, áður en ég segi já eða nei.

En mér finnst hinsvegar alltaf jafn sérstakt þegar talað er um auðlindirnar okkar. Auðlindirnar sem þjóðin á osfrv.

Auðvitað borga fyrirtækin skatt til ríkissins og það allt. En hverju breytir aðild að ESB fyrir venjulegan íslending. Jón Jónsson út í bæ.

Á meðan nokkrir tugir manna verða milljarðamæringar á þessum auðlindum "okkar", hvort sem það eru fiskurinn eða vatnið eða hvað sem þetta nú allt er. Að þá eru þúsundir manna sem búa við fátækrarmörk. Bíða í biðröðum niðurlægt fyrir framan hjálparstofnanir.

Hverju breytir ESB aðild fyrir þetta fólk, hvað varðar auðlindirnar ??

Nokkrir einstaklingar eru milljarðamæringar vegna nýtingar á auðlindum Íslands á meðan aðrir hafa ekki í sig eða á.

Get ekki séð að það fólk sé mikið að velta fyrir sér kvótanum og hvernig það verður ef landið gengur í ESB.

Er ekki frá því að við ættum að skoða hvað aðild að ESB gæti gert fyrir FÓLKIÐ í landinu. Og þótt kvótakóngarnir hér á landi pissi í brækurnar yfir því, þá bara verður það að hafa það !!

Kveðja

Íslenskur skattborgari

Þór (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 13:33

117 Smámynd: Árni Gunnarsson

Man einhver hvaða áhrifamaður innan ESB sagði að Evrópusambandið þyrfti meira á okkur að halda en við á þeim?

Það skyldi þó aldrei vera kjarni málsins þegar áhugi ESB á okkur er skoðaður?

Árni Gunnarsson, 4.7.2010 kl. 16:52

118 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Árni, hvað heldur þú að esb þurfi á að halda fra íslandi.. svona í alvöru ?

Óskar Þorkelsson, 4.7.2010 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband