Skref fram á við fyrir Ísland

Evran er eitt helsta kjarabaráttumál síðari tíma fyrir allan almenning
og öll fyrirtæki í þessu landi. Í krónuhagkerfi erum við dæmd til
vaxtapíningar, verðbólgu, verðtryggingar, gengisflökkts og verri
lánakjara til framtíðar. Vonandi fáum við evru með "góðu eða illu" sem
allra fyrst. Laga- og stjórnkerfi íslands er evrópskrar ættar þannig að
þar er í sjálfu sér engin grundvallarbreyting. Þessi svokallaða
"aðlögun" er því hið besta mál. Annað er ávísun á stöðnun og eða
afturför í íslensku samfélagi. Þannig er það nú bara.
mbl.is Krafa um víðtæka aðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vonandi getur þú fært einhver ALMENNILEGrök fyrir þessari þvælu, sem þú ert þarna að hella yfir okkur.  Þú segir að í "krónuhagkerfi séum við dæmt til vaxtapíningar, verðbólgu, verðtryggingar, gengisflökts og verri lánakjara til framtíðar";.  Þetta eru stór orð ÁN NOKKURRAR INNISTÆÐU EÐA ÚTSKÝRINGA á einn eða neinn hátt.  Staðreyndin er einfaldlega sú að það er ekki til neitt sem heitir "krónuhagkerfii", krónan hefur EKKERT að gera með vexti, verðtryggingu, skattpíningu, gengisflökts og hvað eina, heldur er það fjármálastjórnunin og svo skal ég benda þér á það að verðbólga hefur verið lægri hér en í ESB síðustu 5 mánuði og atvinnuleysi hefur einnig verið minna hér en það er í ESB.  Þú segir einnig: "Vonandi fáum við evru með "góðu eða illu" sem allra fyrst".  Úfs manni rennur bara kalt vatn milli skinns og hörunds, svo heimskulegt er þetta og alveg út í hött.  Fyrir það fyrsta setur ESB (eða réttara sagt Centralbanki Evrópu) nokkur skilyrði fyrir upptöku evru og það er skemmst frá því að segja að Ísland uppfyllir EKKERT þeirra og ekki útlit fyrir að neitt þeirra verði uppfyllt fyrr en í fyrsta lagi fyrr en eftir þrjú ár en þá verða öll hin eftir.  Það er mikið um það talað núna að evran henti ekki, sem "miðlægur" gjaldmiðill í Evrópu og því er haldið fram að Þýskaland verði aftur búið að taka upp MARKIÐ innan tveggja ára en það er talið að yrðu endalok evrunnar.  Hvernig þú færð það út að annað en "aðlögun" að ESB og þá síðar innganga í sambandið, sé ávísun á stöðnun og eða afturför, er mér alveg hulin ráðgáta.

Jóhann Elíasson, 28.10.2010 kl. 10:46

2 identicon

Þetta er nú meira úrtölu ruglið í þér sem fyrr Úlfar. Hver lygin á fætur annarri. Vantaði bara aðal gamla lyga frasann ykkar: 

"ÞETTA HEFÐI ALDREI GETAÐ GERST HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB OG MEÐ EVRU" 

Þið eruð reyndar steinhættir að veifa þessari stórlyga þvælu enda fór þetta allt í hausinn á ykkur sem einhver mesta og grófasta lygi gjörvallrar Íslandssögunnar og það var þurfti ekki rökstuðning okkar ESB aðildar andstæðinga til þess að svo yrði, því þetta gerðist nefnilega beint fyrir tilstilli ESB apparatsins sjálfs, bæði aðgerðir þess og aðgerðarleysi, sem urðu til þess að afhjúpa hrikalegar og erfiðar aðstæður sem mörg ESB og Evru ríkin lentu einmitt í vegna þessa apparats og vegna þessa gjaldmiðils sem heitir Evra.

En nú finnið þið bara upp á öðrum lyga áróðri til þess að halda skefjalausum áróðri ykkar áfram og nú bjóðast ykkur mörgum bæði einstaklingum og félagasamtökum ykkar og blaðasneplum ykkar feitir styrir frá Elítu ESB apparatsins til þess að syngja þennan endalausa ESB áróðurs- og dýrðar söng ykkar.

Þjóðin sér í gegnum ykkur og þjóðin sér ekki þessi nýju dýrðarinnar föt ESB keisarans sem þið dásamið og nánast tilbiðjið.

Flestir sjá orðið að miðstýrt ESB keisaradæmið er á brauðfótum og keisarinn sjálfur riðar um sviðið án nokkurra fataleppa. 

Tek svo heils hugar undir með Jóhanni Elíassyni hér að ofan sem andmælir þér líka kröfturlega.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 12:24

3 Smámynd: Úlfar Hauksson

Það er algjörlega ljóst að krónan er okkur fjötur um fót og hefur verið það lengi. Þessi "fjármálastjórnun" hefur staðið yfir síðan 1922 og það bóla ekki á stöðugleika. Verðtrygging og gengisflökt, háir vextir og verðbólga yfir meðallagi er fasti í þessu kerfi. Verðbólga er mismunadi í ESB en almennt höfum við verið yfir meðallagi og oftast með hæstu verðbólgutöluna. Atvinnuleysi er einnig mismunandi í ESB og nú um stundir erum við með svipað eða meira atvinnuleysi en þau lönd sem við miðum okkur við. Vextir eru og munu verða hærri hér en gengur og gerist ef við höldum í krónu. Þannig að herkostnaðurinn af krónu eru verri lánakjör en gegnur og gerist. Annars ætla ég ekki að fara að munnhöggvast við ykkur. Nema hvað að það er nú beinlíns fyndið að þið skuluð halda því fram að evran sé á fallanda fæti og að ríkin munu hverfa aftur til fyrri gjaldmiðla. Þetta er eins og hver önnur della og á sér enga stoð og það eru engin teikn á lofti um slíkt. Þetta eru einungis blautir draumar einstakra furðufugla. Og svo sýnist mér Færeyjar komast ágætlega af bein tengdir við evru hagkerfiði í gegnum dönsku krónuna. Slakið bara aðeins á í öxlunum og sættið ykkur við að ESB aðild er framtíðin og þið og ykkar nánustu munu njóta þess í framtíðinni. Með góðri kveðju úr Eyjafjarðarsveit 

Úlfar Hauksson, 28.10.2010 kl. 16:15

4 Smámynd: Sigurður Baldursson

Hvernig útskýrir þú efnahagsvandræði  Grikklands og Írlands um þessar mundir. Bæði þessi ríki hafa evru og ekki hjálpaði hún þeim. Það má alveg leiða sterkum rökum af því að ef Irar og Grikkir hefðu getað fellt gengið hjá sér stæðu útflutningsgreinar þeirra mun sterkar og atvinnuleysi þar hefði því verði minna. Nákvæmlega eins og gerðist hér varðandi útflutningvörur okkar s.s. fisk, ál , tekjur af ferðamönnum og fl . Krónan  heldur uppi atvinnu hér og veitir ekki af.  

Sigurður Baldursson, 28.10.2010 kl. 16:44

5 Smámynd: Úlfar Hauksson

Sigurður. Grikkir hafa alla tíð verið á efnahagslegri gjörgæslu hjá ESB og í raun hjá alþjóðasamfélaginu. Það er ekkert nýtt og frekar aumt að miða sig við þá núna. Lægsta samnefnarann! Þeir fölsuðu ríkisbókhaldið til að fá að taka upp evru. Og með réttu ætti að reka þá úr evrusamstarfinu. Það er hins vegar ekki gert heldur er Grikkjum komið til aðstoðar. Og það er alveg ljóst að Grikkir væru í enn verri málum ef þeir hefðu ekki evru og væru í ESB. Á það hefur verið marg bent, meira að segja af Grikkjum sjálfum. Sama á við um Írland. Írar, líkt og við, fóru offorsi í bankastarfsemi og útlanum til fasteigna ásamt fleiru sem kennt er við frjálshyggju. Þessi stefna er algjörlega á ábyrgð Íra sjálfra. Hins vegar er það Írum til happs að vera í ESB og með evru. Það er t.d. engin gjaldmiðilskreppa hjá Írum. Lán hins almenna borgara á Írlandi hafa ekki rokið upp úr öllu valdi í hruninu líkt og hér. Þeir eru með nothæfan gjaldmiðil og þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það sköpum og írar geta ekki hugsað þá hugsun til enda hefðu þeir ekki bakhjarl í ESB og evru. Þessi tvö dæmi sýna og sanna að ESB leysir ekki öll vandamál, skárra væri það nú, og því hefur enginn haldið fram. Það er alveg svigrúm til að tapa sér og gera asnaprik í efnahagsmálum þrátt fyrir aðild að ESB. Hins vegar er stakkurinn þrengri fyrir stjórnvöld til slíkra asnaprika og aðhaldið meira.

Úlfar Hauksson, 28.10.2010 kl. 17:13

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskaplega getur þú verið "ferkantaður".  Þið já-menn eruð alltaf að tala um ESB sem eina heild (sem þýðir væntanlega að meðaltal er tekið af ástandinu í ÖLLUM meðlimaríkjunum) en nú vill svo til að það þjónar ekki hagsmunum þínum (kemur illa út í samanburði) og þá velur þú allt í einu að taka einhver lönd út og tala um ástandið þar.  Ekki þarf nú að fara langt til að fá það staðfest að evran sé á fallanda fæti talaðu bara við menn í HA, sem fylgjast vel með þessu.  Það er EKKI krónunni að kenna hver viðskiptakjör okkar eru erlendis og ég efast stórlega um að þau breytist nokkuð við það að við tækjum upp evru.  Með það að Þjóðverjar væru að íhuga að taka upp MARKIÐ aftur, las ég í FINANCIAL TIMES, svo ekki voru það neinir "blautir draumar" og þú skalt nú fara varlega í svona aðdróttanir.  Hvernig þú getur verið svo "heilaskaddaður" að halda að ESB-aðild sé framtíðin, er fullyrðing sem á sér enga stoð og manni dettur bara eitt orð í hug eftir að lesa þvæluna sem þú skrifar en það er LANDRÁÐ.

Jóhann Elíasson, 28.10.2010 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband