26.10.2010 | 12:12
Ekki er allt sem sýnist
Þetta myndband er gott og blessað. Nema hvað að á því sést stálbobbingalengja sem fyrirfinnst ekki í dag nema þá hjá Hafró. Í dag eru notaðir "gúmíbobbingar" eða svokallaðir "hopparar". Þar að auki færist í vöxt að notaðir séu hlerar á botvörpu sem dragast ekki eftir botninum eins og sést á myndbandinu heldur rétt ofnan sjávarbotns. Togurum hefur jafnframt snarfækkað á Íslandi. Þannig að myndbandið sem slíkt er úrelt. Botnlagið þar sem togarar halda sig er aðalega sandur, grót eða leir. Ég hef því ekki miklar áhyggjur af hefðbubundum botfiskveiðum en þeim mun meiri af uppsjávarveiðum í stór flottroll. Þau hlífa engu í lífmassa sjávar
Skaða veiðarfæri lífríki sjávar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er fyrst og fremst áróðursmynd, sem eins og aðrar slíkar eru til þess gerðar að draga upp einsleita mynd í huga áhorfandans. En standast síðan ekki rökræna gagnrýni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.10.2010 kl. 13:18
Botntrollið er nú ekkert fiskræktartæki. Flotvarpan er auðvitað tæki sem fyrir löngu ætti að vera horfið. Þessi djöfulskapur er engri siðaðri þjóð sæmandi og það er auðvitað ástæða þess að við notum þetta enn.
Ég hugsa til þeirra daga þegar Íslendingar rifu hár sitt vegna "ryksuganna" sem Spánverjar veiddu með fyrir vestan land á sjötta áratugnum.
Í dag þættu þessar ryksugur hæfilegar sem skólaskip.
Árni Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 14:24
Axel. Þú talar um áróður. Hvenær hefur nokkur barátta unnist nema með áróðri? Mér sýnist þó að botntrollið sé búið að sanna sig nægilega til að óhætt muni að nota það enn um sinn. Reynslan úr Barentshafinu ætti að vera okkur vísbending um það ásamt því að sanna að LÍÚ/Hafró eru þessari þjóð hættulegra tvíeyki en jafnvel Davíð og Halldór á sínum mektardögum.
Og er þarna mikið sagt.
Árni Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 14:34
Áróður eða ekki. Hverju skiptir það? Þarna er um að ræða fyrirspurn um vísindalegar rannsóknir, ef þær eru ekki til þá er um að gera að gera þær og komast að hinu sanna. Ég er reyndar búinn að fara stuttlega yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið og í flestum tilfellum tókst ekki að sýna fram á neitt vegna þess að hlutirnir hafa ekki verið skoðaðir nógu vel (afmörkuð svæði; ekki lýsandi fyrir almennt umhverfi og þess háttar).
Auk þess, ekki útiloka neitt bara afþví því er miðlað með áróðri. Áróður getur verið sannur. Maður þarf bara að vera gagnrýnin á hann eins og allt.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 14:48
Rúnar
Munurinn á upplýsingagjöf og áróðri er sá að í áróðri er aðeins sagður hálfur sannleikurinn(ef stjórnmálamaður gerir slíkt hið sama þá er það kallað lygi) en upplýsingagjöf fer yfir báðar/allar hliðarnar. Gott dæmi um þetta er með botnvörpurnar er að því er réttilega haldið fram að botnvörpur eyðileggi kóralrif og skemmi plöntulíf á sjáfarbotni. Það er að hálfu leiti satt, 1) það er bannað að nota botnvörpur(eða annan svipaðan búnað) í grennd við kóralrif og 2) botnvörpum er beit á leirbotnum en þar vex gróður ekki.
Brynjar Þór Guðmundsson, 26.10.2010 kl. 15:57
Það er ekki satt sem þú segir. Botnvörpur eru notaðar á stöðum sem vafasamt er að nota þær (Sjávarútvegsráðuneytið, 2005). Auk þess eru menn að tala um miklu meiri skaðsemi en bara skemdum á kóröllu og svömpum. Það er líka spurning um hrygningastöðvar og slíkt. Það þarf frekari rannsóknir og þangað til á náttúran að njóta vafans. Þurfi áróður til að rannsóknir hefjist, þá er ekkert að því að hálfur sannleikurinn sé sagður. Þá kemur a.m.k. hálfur sannleikurinn fram.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 16:30
Sjálfsagt mál að rannsaka áhrif botvörpu. En það sem ég er að benda á er að veiðafærið sem sýnt er á myndbandinu er úrelt. Það er enginn með svona stálbobbingalengju undir í dag. Nema þá hugsanlega Hafró. Þeir nota stöðluð veiðarfæri við sýnar rannsóknir og þessi mynd er líklega tekin af þeim. Og, eins og ég bendi á, þá eru dæmi þess að farið sé að nota hlera á botntroll sem eru í raun flottrollshlerar og dragast ekki eftir botni. Slíkur búnaður er á skipinu sem ég er í skipsrúmi á. Ég held að það séu afar takmarkaðar, ef nokkrar, togveiðar stundaðar á hryggningaslóð né við kóralrif; hvorki hér né annarstaðar þar sem verið er að stjórna veiðum. En auðvita á að skoða þetta sem og annað án öfga. Það mætti t.d. skoða áhrif olíunnar sem borin er á línu sem notuð er við línuveiðar. Hversu mikil olía er þetta sem verið að renna í hafið samhliða línuveiðum?
Úlfar Hauksson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 18:59
Ég held að margir ofmeti rányrkjuáhrif veiðarfæra. Rannsóknir hafa sýnt að fiskur lærir undrafljótt að varast veiðarfæri. Þarna undanskil ég auðvitað flottrollið sem ég veit að er beinlínis tengt sannnefndum hryðjuverkum í lífríki sjávar.
Þessar trollsvæðarannsóknir á vegum Hafró fá nú ekki háa einkunn hjá gömlu skipstjórunum sem hafa tekið þátt í þeim Úlfar.
Árni Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.