Sorgleg vanþekking íhaldsleitoga

Hvað ætli Bjarni og Cameron eigi við með því að ísland eigi ekki að taka upp fiskveiðistefnu ESB? Málið er að það er alfarið á hendi strandþjóða ESB hvernig fiskveiðistjórnunarkerfi þjóðirnar nota. Dagakerfi, kvótakerfi með framseljanlegum kvótum eða uppboði á veiðiheimildum svo dæmi sé tekið. Þannig að við Íslendingar getum hæglega stuðst áfram við okkar kerfi hugnist okkur það ef til aðildar kemur. Þarna opinbera þeir kumpánar báðir vanþekkingu sína á málaflokknum sem þeir eru að tjá sig um og ræða sín á milli. Sorglegt.
mbl.is Lítil skynsemi í að taka upp stefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þekkir þú málefni ESB svona voðalega vel?????  Ég hef lesið skrif þín og þau bera þess nú ekki vitni að þú sért sérstaklega vel að þér í þessum málum............

Jóhann Elíasson, 11.11.2011 kl. 20:16

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Jóhann .. Það hafa fáir ef nokkur kynnt sér eins vel sögu fiskveiða innan lögsagna ESB ríkja og Úlfar hefur gert. Byrjaðu á að lesa bók hans  "Gert út frá Brussel" og þú verður margs vísari -  ekki síst um þær rangfærslur sem einkenna umræðuna hér heima.

Atli Hermannsson., 11.11.2011 kl. 21:13

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Væntanlega eiga þeir við sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og þá löggjöf sambandsins sem fjallar um sjávarútveg innan þess, ekki sízt í Lissabon-sáttmálanum eðli málsins samkvæmt, sem þýddi að öll yfirstjórn sjávarútvegsmála við Ísland færðist til Brussel.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.11.2011 kl. 22:21

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Atli, ég hef lesið þessa bók og fleira sem hann hefur skrifað.  Annað hvort er hann svona gífurlega mikill innlimunarsinni að það hafi áhrif á skrif hans, eða hann er einfaldlega ekki mjög vel að sér um þau málefni sem hann fjallar um, hvort ætli það sé???????

Jóhann Elíasson, 12.11.2011 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband