Fáfræði Jóns

Jón veit greinilega ekkert hvað hann er að tala um og er það engin nýlunda. Þegar Bretar gengu í ESB var 12 mílna lögsaga viðtekin venja. Bretar fengu áorkað skýrum afmörkuðum reglum hvað varðar 12 mílna lögsögu í aðildarviðræðum. Síðan taka Bretar fullan þátt í að móta sjávarútvegsstefnu ESB og segja má að grunnreglur hennar hafi komið fram 1983. Það að gefa í skyn að Bretar séu einhver fórnarlömb sjávarútvegsstefnunnar er annaðhvort vanþekking eða tilraun til sögufölsunnar nema hvort heldur sé. Bretar, undir forystu Thacther, fögnuðu svo nýjum fjárfestingum Spánverja í útgerð á Bretlandseyjum. Það var ekki fyrr en töluvert seinna að Bretar fóru að agnúast út í Spánverja vegna þess að þeir sjáfir, Breta, ásældust kvóta sem spænskar útgerðir voru að nýta. Það er fullkomlega óþolandi þegar sjávarútvegsráðherra bullar tóma þvælu um sjávarútveg hér heima sem erlendis. Hann má hafa sína skoðun en svona BULL er með öllu ólíðandi.
mbl.is Fiskveiðisamningar við ESB blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Úlfar.

Þér væri nær að tala um þína eigin fáfræði og fákunnáttu um ESB apparatið og þeirra gjaldþrota pg handónýtu sjávarútvegsmálastefnu.

Hvað buðu þeir okkur íslendingum nú úr makrílstofninum var það ekki 3,5% svona til að við gætum stundað svona sýndar veiðiskap á handfærabátum og kannski bryggjuveiði fyrir túrismann.

En ESB VALDIÐ og skrifræðis Elítan í Brussel er söm við sig og svo er það líka ítrekuð krafa þeirra nú að við þurfum líka að greiða algerlega ólögvarðar kröfur ICESAVE reikningsins samkvæmt þeirra skilyrðum og útreikningum alveg upp í topp með okurvöxtum fyrir þessa ELITU FURSTA EVRÓPUSAMBANDSINS.

Ykkur íslenskum ESB úrtölumönnum og sannkölluðum aftaníossum er ekki viðbjargandi í undirlægju hætti ykkar og þjóðarsundrungu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 16:42

2 identicon

Úlfar, hvernig samningi býst þú við að væri raunhæft að við næðum?

H. Valsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband